Staðgöngumæður

Í fréttum í kvöld var talað um umræður sem sköpuðust á Alþingi um svo kallaðar staðgöngumæður. Eðlileg umræða og þörf og allt það.

Það sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafði um málið að segja í ræðustóli Alþingis vakti þó athygli mína og í kjölfarið heljarinnar pirring.

Hann sagði að málið yrði að skoða frá heilbrigðissjónarmiðum, lögfræðilegum, siðferðislegum og svo bætti hann við að hann teldi mikilvægt að kirkjan kæmi nálægt þessu sem og almenningur.

Hvurn andskotann hefur kirkjan um það að segja hvort að staðgöngumæður verði leyfðar hér á Íslandi. Eigum við ekki bara að fá álit Biskupsstofu á samningaviðræðum við ljósmæður og hvað eigi að gera með álver á Bakka fyrst að við erum byrjuð.

Phuff, mínus í kladda Guðlaugs Þórs.

2 athugasemdir á “Staðgöngumæður

  1. Hér með tilynnist að þarna er ég 100% sammála Guðmundi Jóh sem gerist nú ekki oft 🙂 plús í kladdan hjá mér Guðmundur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s