Tjónlaus

Ég veit varla hvar ég á að byrja þetta blogg, þetta er með því steiktara sem ég hef upplifað.

Á miðvikudaginn þegar bongóblíðan var ákvað ég að hætta vinnu á hádegi og taka sólardag, það var ekki annað hægt.

Ég lagði bílnum mínum á Visaplaninu sem er fyrir neðan Visa/Landsbankann á Laugaveginum. Er að labba upp Barónstíginn í átt að L82 (merkt A á mynd) þegar ég heyri þvílíkann skell og brothljóð.

Ég sný mér við og sé vínrauðann Citroen (nr eitt á mynd) vera búin að bakka af öllu afli á Land Crusier jeppa (nr tvö) sem hentist á Volkswagen (nr þrjú) sem hentist svo á Toyota leigubíl (nr fjögur) sem var farinn þegar að myndin var tekin. Brotalínan sýnir hvaðan bíllinn kom.

En ballið er ekki búið ,

Ökumaður bílsins sem var gamall maður með hatt (án djóks) setur því næst í Drive og neglir bílnum aftur í stæðið sem hann var að koma úr (merkt x á mynd), rekst þar að öllu afli á hvíta Yarisinn (nr fimm) sem hendist á bílinn fyrir aftan sig (nr sex), þaðan fer ökumaðurinn á dökku Toyotuna (nr sjö) og þaðan á rauðu Toyoutuna (nr átta) sem hendist á rauða bílinn (nr níu). Hann hafði svo líka rekist í jepplinginn (nr tíu) sem var dældaður á brettinu að framan með brotið ljós.

Þarna stöðvast bíllinn en reykspólar á planinu í sirka 20 sekúndur þangað til að hann stöðvar. Ég veit ekki hvað kom fyrir ökumanninn, hvort að hann hafi fengið aðsvif, flog eða eitthvað álíka en 10 bílar eru tjónaðir.

Það fyndna við þetta allt er bíll merktur númer 11, það er minn bíll en hann hefði verið næsti bíll við þetta allt ef jepplingurinn hefði hreyfst eitthvað af viti. Ég trúi þessu varla enn.

Myndin er stækkanleg og ég þakka allt hrós er varðar teiknihæfileika mína. Jens teiknikennari úr Breiðholtsskóla væri ánægður að sjá að ég teikna jafn vel nú og þegar ég var 8 ára.

12 athugasemdir á “Tjónlaus

  1. Þessi færsla er löðrandi af fordómum gagnvart gömlu fólki! Svona smáóhöpp geta gerst á bestu bæjum.

    Nei án gríns.. Hvað er Citroen lengi upp í 100.. bakkandi? greinilega eina sekúndu fyrst að Cruiserinn tókst á loft!

  2. Mér finnst lykilatriðið vera að hann hafi verið með hatt. Gamlir menn með hatt í umferðinni eru stórhættulegir!

  3. Það sárvantar inn í þessa sögu hver viðbrögð þín voru, fórstu ekki og tékkaðir á aumingja gamla manninum?

  4. Þetta er æðislegt. Orðið á götunni er að gamli karlinn hafi reynt að stinga af en hafi náðst á hlaupum við Sundhöllina.

  5. Hehe.. þessi saga gengur um vinnustaðinn hjá mér.. Vinn s.s. hjá tryggingafélagi. Takk fyrir morgunskemmtunina (er s.s. ekki í bílatjónunum)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s