stórfótur ei meir

Sá sem sagði fyrst „Beauty is pain" var ekki að grínast neitt með það.

Þegar Valur og Jói tóku sig til á föstudagskvöldið að vaxa á mér efri hluta baksins í nettu flippi var mér ekki nein skemmtun eða hlátur í huga.

Eftir að hafa drukkið í mig kjark og horft á Ungfrú Ísland til að dreifa huganum uxu djöflahornin á Val og Jóa sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar að pína drenginn og sjá hann kippast til og frá úr sársauka.

Eftirfarandi myndband sýnir síðurskrifara öskra eins og stungin grís. Ég skammast mín ekki fyrir þetta, ég er bara saklaus karlmaður með virkilega öflugann hárvöxt. Takið eftir djöfullegum hlátri drengjanna.

Í dag hef ég nýja og öflugri sýn á kvenþjóðina. Konurnar sem héldu uppi heimilum á víkingatímum og ólu upp hetjurnar sem við þekkjum úr Íslendingasögunum eru peð miðað við nútímakonur sem plokka og vaxa allt sem á þeim vex.

12 athugasemdir á “stórfótur ei meir

 1. Þú hljómar eins og Gollum í Lord of the Rings þegar að þeir spurja hvort að þetta hafi verið vont.

  Ég hef tekið þetta á loppurnar, tapaði veðmáli fyrr Huldu systir og hún fékk að vaxa leggina á kallinum. Það var reyndar ekkert vont

 2. óttalegur ræfilsháttur er þetta. Í mínu mánaðarlega vaxprógrammi er ég bara á spjalli við vaxkonuna mína um menn og málefni og sötra kaffi á meðan. Hef allavega aldrei lamið í snyrtstofubekkinn eða sparkað í vaxkonuna.
  En það er aldeilis verið að undirbúa sig fyrir mánudaginn… ætlaru að bleach-a jú nó what líka?

 3. Bíddu var þetta ekki heldur snemmt? Verða ekki bara komnir broddar eftir viku? Nú fæ ég mér kött, loðinn kött……

 4. common……
  Það er ekki vont að láta vaxa á sér bakið hef gert það nokkrum sinnum og er með öflugri hárvöxt en þú, að ég held.
  Hertu þig snúður.

 5. Elsku Gummi minn, sem fagmanneskja í vaxi og almennri snyrtingu þá mæli ég alveg eindregið með að þú látir fagmenneskju sjá um svona lagað. Ég lofa því að þegar þetta er gert rétt þá er þetta ekki svona sárt, sárt er það jú en ekki svona sárt. Komdu bara á stofuna til mín og ég skal kippa þessu af, hehehe 🙂

 6. Furðulegt að strákar hafi reynslu af að vaxa á sér bakið eða aðra líkamsparta. Strákar eiga ekki að standa í svona rugli. Strákar eiga bara að vera skítugir, loðnir og almennt illa hirtir. Þeir eiga ALDREI að hafa það kósí á hárgreiðslu- og snyrtistofum. Snoð- eða herraklipping er það eina sem maður á að biðja um og þá á maður helst að urra það milli samanbitinna tanna með fýlusvip, allra best er ef manni tekst að koma því að kellingin hafi neytt mann í þetta rugl. Svo á maður að ropa og klóra sér í pungnum, jafnvel prumpa ef manni gefst tækifæri til. Þetta vax rugl hæfir ekki sönnum karlmönnum, þetta er bara fyrir stelpur og Friðrik Ómar. Meðan gúmmigæjar eru að vaxa á sér bakið og föndra við táneglurnar á sér, þá eru alvöru karlmenn að kýla fólk útum allan bæ og klóra sér. Það gefur augaleið hvor leiðin er hin eina rétta.

 7. bakið er greinilega viðkvæmur staður því þetta er samskonar væl og þegar þú féllst aftur á bak og lentir á borðhorni.. þá lagðist þú í gólfið og emjaðir eins og kerling og það í kringlunni fyrir allra augum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s