uppgjör

Fyrsti ársfjórðungur er búinn og því ekki úr vegi að gera upp þennan tíma út frá tónlistinni. Nokkrar stórgóðar plötur komnar á þessu tímabili sem vonandi eiga eftir að eldast vel en ekki gleymast þegar árið er liðið. Það er á hreinu að nokkrar af þeim verða að instant klassíkerum.

Topp 5 bestu lögin – 1Q 2008

1. Plants & Animals – Bye Bye Bye

– Eitthvað hressasta opnunarlag plötu sem ég hef heyrt lengi. Það er eins og himnarnir opnist þegar lagið byrjar og kórinn bætist við. Ég er kannski ekki hlutlaus þar sem ég er líka í kór og ég er sucker fyrir samsöng, brass og auðveldu sing-a-long.

2. Destroyer – Dark Leaves From A Thread

– Dan Bejar, hinn fjölhæfi tónlistarmaður sem dælir út efni í hinum og þessum böndum tekur annað sætið með þessu frábæra lagi af nýjust plötu sinni, Trouble in Dreams. Dan hefur ekki bara verið að vinna í þessari plötu heldur er hann einnig í New Pornographers sem gáfu út hina ágætu Challengers á síðasta ári þar sem hann á besta lag plötunnar, Myriad Harbour.

3. Why? – These Few Presidents

– Rappari sem snéri sér að poppi vermir þriðja sætið. Hann kallar sig Why? og kemur frá Kaliforníu. Yoni Wolf heitir hann og platan heitir Alopecia. Lagið These Few Presidents stendur klárlega uppúr. Lagið er smástund að byrja en um eftir eina mínutu er lagið orðið helvíti nett.

4. Vampire Weekend – The Kids Don´t Stand A Chance

– Einhver mest hæpaðasta hljómsveit internetsins í dag. Gífurlega einföld en fáránlega catchy lög sem renna ljúflega í gegn. Það er ekkert verið að finna hjólið upp hér en það skiptir engu, þetta er vel gert. The Kids Don´t Stand A Chance ásamt Oxford Comma og A-Punk eru nokkuð jöfn um hituna í spilaranum hjá mér en The Kids Don´t Stand A Chance fá heiðurinn í þetta skiptið.

5. MGMT – Time to Pretend

– Brooklyn sveitin MGMT fá síðasta sætið sem í boði er en myndu vera í fyrsta sæti ef verið væri að velja besta myndbandið. Þetta er hrikalega nett lag og voðalega Ara Tómasar-legt.

2 athugasemdir á “uppgjör

  1. Plants and animals er einmitt að fá ansi hátt verðmat í Viðskiptablaðinu á morgun og stendur fyllilega undir því. Bye Bye Bye í bili Gummi minn, trall la la la.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s