Einu sinni var

Kiddi Jóh hefur verið að vinna þrekvirki en hann hefur verið að dunda sér við í góðu tómi að skanna inn slides myndir frá pabba. Einu sinni voru slides myndir framtíðin.

Þar má finna margar góðar myndir frá fyrstu árum okkar bræðra, brúðkaupi mömmu og pabba, árunum í Mývatnssveit og fleira góðgæti.

Af þeim myndum sem ég hef séð ber hæst þessi forláta mynd af pabba mínum með þetta fína kótilettuskegg. Svona skegg skarta aðeins þeir sem þora, menn sem eru óhræddir við að fara nýjar leiðir og storka tískustraumum og stefnum.

Drengurinn sem pabbi heldur svona kúrilega á er Kiddi, til að átta sig á stærð Kidda þarna má bera hann saman við risakragann á skyrtunni hans pabba.

5 athugasemdir á “Einu sinni var

 1. Ég var einmitt að panta einhvern slides scanner á netinu fyrir pabba gamla .. það verður gaman að sjá hvaða gullmola slides safnið hans inniheldur!

 2. Ég vil þetta skegg!….og ég hreinlega skil ekki af hverju fleiri herramenn á okkar aldri bera ekki svona skegg í dag!….ef mér yxi ekki rautt skegg þá myndi ég hiklaust fara í þessa átt!

  Í staðinn hef ég séð ótalmarga safna tískuslysinu og sjónmenguninni „donut“ …hvað er það???

  Pabbi þinn velur aðeins það besta og veit hvað tískunni líður…..Burt Reynolds bliknar í samanburði!

 3. Gummi þú verður að prufa svona skeggmyndun. Mæli með því.
  Úff ég tók donutsin í smá tíma.
  Var lengi vel ruglað saman við greyið hann Kalla Bjarna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s