tóndæmi dagsins

Þó að Óli bróðir minn sé með bindi alla daga þýðir það ekki að hann sé ekki töff. Hann er verulega töff enda með eftirnafnið Jóh. Óli ber veg og vanda af tóndæmum dagsins og er þakklæti mitt í hans garð mikið fyrir að halda partýinu gangandi.

Hann Óli byrjaði snemma að mata litla bróður sinn af tónlist, minnir að þetta hafi allt byrjað með Pílu Pínu og þaðan þróast yfir í talsverst flóknari tónlist sem hefur lifað lengur en Píla Pína greyið.

Tóndæmi dagsins er með hip hop listamanninum sem ákvað að gera taktfast indiepopp í staðinn. Hann kallar sig Why? en heitir Jonathan "Yoni" Wolf og kemur frá Berkeley, Kaliforníu.

Platan heitir Alopecia og er skrambi góð.

Tóndæmi dagsins er af þeirri plötu og heitir These Few Presidents.

Why? – These Few Presidents

3 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. Óli yó er verulega töff þótt hann sé með bindi alla daga. Ég hef líka gerst svo lánssamur að verða tekinn sem úngur padawan hja Óla Wan Yónobi í tónlistarfræðum og er betri manneskja fyrir vikið.

  2. Þetta er æðisleg hljómsveit. Sá þá á tónleikum ’06 og þeir hafa varla farið úr spilaranum síðan. Mæli eindregið með fyrri plötunni Elephant Eyelash því hún er góð frá upphafi til enda.

  3. Why?, einn besta hjlómsveit í heimi. Elephant eyelash og alopecia eru frábærar plötur. Mæli líka med Sandollars EP og Oaklandazulazylum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s