Ruskí Karamba

Þetta eru ekki tveir Pólverjar heldur eru þetta sveinarnir síkátu, Hlyni og Jói.

Á laugardaginn var tekinn klukkutími í að selja dósir. Formenn knattspyrnufélaga og gjaldkeri Nemendaráðs Austurbæjarskóla voru farnir að hringja nær daglega og spyrja hvort að þeir mættu fá endurvinnanlega glerið, plastflöskurnar og dósirnar en þeim var neitað jafn harðann.

Íbúar L82 eru fullgildir meðlimir neyslusamfélagsins og því safnast dósirnar hratt upp. Eiginlega bara mjög hratt og svo spilar inn í að það hefur ekki verið farið í Endurvinnsluna í meira en ár. Það segir okkur það að geymslan var troðfull af pokum.

Í dag er hún tóm og verið að þrýsta á Hlyni sem tók við peningunum að fara í vínbúð og fjárfesta.

18 athugasemdir á “Ruskí Karamba

  1. Ég hef ekki séð svona mikið af dósum síðan dósakellingin, sem var minni en tveggja lítra kók flaska, gekk um gamla hverfið mitt Breiðholtið og safnið flöskum og dósum.

  2. Íbúar L82 eru hættir að safna dósum, þær eru hér eftir látnar í hendurnar á þeim sem þær vilja nær samstundis eftir að neysla innihaldsins hefur farið fram.

  3. ótrúlegt en satt en þá fara allar okkar dósir frá USA í skip og til Íslands (ekki grín)… ef það eru einhverjar Coors Light dósir þarna þá á ég þær 😉

  4. Mér sýnist að þegar þið farið í þetta næst þá þurfið þið að tilkynna það þar sem þetta hefur áhrif á gengi krónunnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s