Prjónaverksmiðja

Já flott.

Stofnum prjónaverksmiðju, vatnsátöppunarverksmiðju og ættfræðisetur á Vestfjörðum. Það mun redda öllu sem bjátar að landsbyggðinni.

Eigum við ekki bara að stofna minkabú og hafa laxeldi fyrst við erum byrjuð af þessu. Það eru meiri líkur á því að græða meira á að reka videoleigu en að fara út í þetta rugl.

10 athugasemdir á “Prjónaverksmiðja

 1. Þekki málið bara ekki til að mynda mér skoðun á því.

  Það er svo annað mál að upplistunin yfir þá hluti sem gætu risið á Vestfjörðum voru allt hugmyndir sem hafa verið reyndar oft á Íslandi og í löndunum í kringum okkur. Og alltaf hafa þær klikkað.

  Álafoss Best.

 2. ég get allavega upplýst þig um að það er ekkert sem bendir til þess að olíuhreinsunarstöð sé jafn atvinnuskapandi og sagt er að hún geti orðið. Samkvæmt öryggisstöðlum er krafist gríðarlegrar menntunar og sérhæfingar í störf í slíkri stöð til að enginn ýti nú á rangan takka sem skapar eintóm vandræði.
  Ekki það að Vestfirðingar geti ekki orðið sér úti um þá sérmenntun en ég efa að margir yfir tvítugu nenni að fara út í það núna. Stór hluti vinnuaflsins yrði því væntanlega aðfluttur og góður hluti jafnvel útlendingar sem búa yfir þessari sérmenntun.
  Auk þess er ekki búið að endanlega reikna út hvort stöðin rúmast innan Kyoto.

  Ég efa að olíuhr.stöð sé lausnin á vandamálum VF… en hver hún er veit ég ekki, veit voða lítið um arðsemi prjónaverksmiðja til dæmis.

 3. Ég lít svo á að þetta blogg sé fyrsta vísbending af mörgum að Gummi ætli að gera tilkall í aðstoðarmann alþingismanns þegar þær stöður verða auglýstar.

  Ef hann kemur til með að vinna jafn vel fyrir Vestfirði og hann hefur gert hingað til fyrir Breiðholt þá erum við Vestfirðingar í góðum málum.

 4. Það fyndna við það að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er… hvaða olíu ætla þeir að hreinsa, og er olíuhreinsistöð í alvörunni það skásta sem þeim datt í hug? Ég sé nefnilega fyrir mér t.d. bændur á Vestfjörðum sækja um vinnu þar í massavís. Líka fólkið sem vann í fiski.

  Sama fólkið ætlar einmitt að sækja um eitt af 100-200 störfum sem skapast á Reykjanesi í kringum netþjónabú. Sé fyrir mér t.d. bændur kaupa „Linux System Administration for Dummies“ í þúsundatali næstu vikur og mánuði.

 5. Tjah, mér finnst prjónaverksmiðja alveg jafn raunsæ hugmynd og olíuhreinsunarstöð.
  Bloggfærsla þessi gæti allt eins verið svona:

  Stofnum prjónaverksmiðju, vatnsátöppunarverksmiðju og olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Það mun redda öllu sem bjátar að landsbyggðinni.

  Þú skynjar kaldhæðnina. Af hverju telur fólk olíuhreinsunarstöð á Vestfirði góða hugmynd? Það er hrein fásinna. FÁSINNA Guðmundur. Þá held ég að skemmtilegra væri að tékka á prjóninu ha?

 6. Hefur eitthver kynnt sér atvinnuástand Vestfjarða, afhverju ekki olíuhreinsunarstöð ?? Fiskvinnsla er greinilega ekki málið því fleiri og fleiri fiskvinnslustöðvum er lokað.
  Þó svo að fólk þurfi að sér mennta sig til að vinna í svona stöð, er þá gefið að Vestfirðingar geti það ekki ?? Eins er líka fullt af ungu fólki sem býr ekki fyrir vestan þar sem störf eru ekki í boði sem samsvarar þeirra menntun en langar að flytjast heim…..

 7. Auðvitað er fullt af ungu fólki sem býr ekki fyrir vestan en langar að flytjast heim – ég er sjálf ein af þeim og flestir vinir mínir einnig. Ekkert okkar sér þó fram á að olíuhreinsunarstöð breyti þar einhverju… Svo sem ekki prjónaverksmiðja heldur… En prjónaverksmiðja hefur jú ekki þessi skemmandi áhrif á náttúru og umhverfi sitt. Og fælir ekki í burtu túrista, þvert á móti…

 8. Það er bara sífellt verið að leita að skammtímalausnum í staðinn fyrir að taka raunhæfa pakkann á þetta.

  T.d. skoðum hvaða menntun fólk hefur á þessu svæði, hvaða þekkingu, fyrri störf o.s.frv. Ég bara hef einhvernveginn ekki séð að þessi Olíuhreinsistöð eigi að vera neitt annað en gróðamaskína fyrir eigendur, en ekki einhver lifnipilla fyrir Vestfirði. Sjáum bara hvað Kárahnjúkar hafa haft „rosaleg“ áhrif á Austurland. Alveg… geggjað. Ha?

  Það er ekki nóg að planta niður einni olíuhreinsistöð… það þarf meira, eitthvað miklu meira, og eitthvað allt annað!

  Ég er hinsvegar mjög hrifinn t.d. af því sem er verið að gera varðandi heimaframleiðslu á bæjum víðsvegar um land.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s