Sushi, Gummi-san

Hópefli helgarinnar sem var skipulagt úti á landi um helgina féll niður vegna veðurs. Það er aldrei hægt að treysta landsbyggðinni til að standa við sitt. Týpiskt hún að beila og kenna veðrinum um.

Í stað þess að eyða helginni með Jóh klaninu í góðu tómi fyrir austan fjall var hópeflið sett allt á laugardagskvöldið.

Allir meðlimir Jóh klansins fóru í það mál að gera sushi eins og enginn væri morgundagurinn. Gekk ótrúlega vel og verður að segja að rjómaostur og mangó rúllan hafi slegið öll met í mínum huga.

Sushi er ekkert nema föndur, föndur og föndur. Þetta er ekkert sem maður hristir fram úr erminni á mánudagskvöldi í góðum fíling nema að maður ætli að borða seint. En æfingin skapar meistarann sagði einhver, það á ekki við um mitt fólk. Við erum meistarar.

7 athugasemdir á “Sushi, Gummi-san

 1. Ef þú myndir skoða myndirnar Brynja Björk að þá myndir þú sjá laxinn vaða uppi um allt.

  Hvernig færðu það út að sushi með mangó og rjómaosti sé ekki sushi? Ég veit ekki betur en að svipaða blöndu megi fá á flestum sushi stöðvum borgarinnar.

  Í sushi fræðum kallast rúlla með rjómaosti Philadelphia rúlla. Vertu ekki að beservissera einhverja þvælu 🙂

 2. Já sæll!

  Ljóskan svona hress. Sushi er bara ediksblönduð hrísgrjón með sjávarfangi OG/EÐA grænmeti. Má vera hvað sem er. Það er ekkert skrifað í stein hvað má vera. Hrísgrjónin eru aðalmálið.

 3. Æi vertu ekki að koma upp um fávisku þína með einhverjum ljóskufordómum Beggi minn.

  Gott og vel Gummi, Philadelpia rúlla it is. Ég hef samt aldrei smakkað hana. Þú kannski býður mér í mat við tækifæri!

 4. Með orðinu sushi er vísað til hrísgrjónanna, ekki sjávarfangsins. Rúlla með rjómaosti, hrísgrjónum og mangó flokkast því sem sushi.

 5. þið eruð laang krúttlegasta og módernasta fjölskyldan 🙂 Mér líst persónulega best á þessa með, að mér sýndist, agúrkum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s