Árshátíð B-liðsins

Síðustu helgi var blásið í partýlúðrana og árshátíð valdamesta og fallegasta knattspyrnuliðs landsins haldin á F1-num.

Glæsilegar veitingar, stórkostlegt skemmtidagskrá og eftirherma á heimsmælikvarða ásamt áfengi fyrir þá sem þannig görótta drykki velja til að sverta og menga sitt líf voru á boðstólnum í ótæpilegu magni.

Aðalatriði kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Guðfinnur Ólafur Einarsson kynnti niðurstöður kosninga B-liðsins sem haldnar voru fyrr um vikuna.

B-liðsmaður ársins var Arnar 6 ára, kemur eflaust sumum á óvart að sjá mitt nafn ekki þarna á blaði en Arnar er vel að þessu kominn. Hann er líka vinur minn.

Kosningastjórinn sagði að austur-evrópsk fylgni ala Eurovision væri vel sjáanleg meðal Breiðhyltinga í B-liðinu og að Breiðhylska blokkinn hefði verið dugleg að kjósa sína menn. Hafa ber í huga að prinsarnir úr Breiðholtinu eru ekki í meirihluta og geta því ekki með ægisvaldi sínu ákveðið hver vinnur kosningar. Ísi neitar líka uppruna sínum statt og stöðugt og skemmir þar með hreina meirihlutann.

Undirritaður fékk verðlaunin „mest rými til bætingar“, verðlaun sem ekki var kosið um heldur veitt þeim sem dómnefnd ákvað að tæki þetta mest til sín, myndi æsa sig mest og hækka róminn hvað mest. Það var sem sagt ég einhverra hluta vegna. Skil það ekki alveg.

Við sjáum mynd þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson (ekki söngvarinn, fyrrv. borgarstjórinn, hæstarréttarlögmaður eða Jóa Jökull lúkkalæk) tekur við bikarnum fyrir að vera B-liðsmaður ársins. Arnar 6 ára var fjarverandi og Villi tók því við verðlaununum. Fleiri myndir hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s