helköttaður fyrir páska

Deildin mín í vinnunni er í heilsuátaki. Vegleg verðlaun í boði og búið að skipta í lið. Keppt er í liða og einstaklingskeppni.

Ég ætla mér að vinna þetta átak á keppnisskapinu og þrjóskunni. Ég ætla ekki að drekka áfengií þessar 8 vikur sem átakið stendur yfir. Öðruvísi næ ég ekki árangri.

Gos og nammi og bbq sósa er dottin út og allur óhollur matur. Núna skal borðað hollt og tekið á því.

Vika búin að átakinu og ég hef staðið við öll sett markmið.  Búin að vera duglegur að fara í ræktina, ekki drukkið áfengi og ég get ekki komið því í orð hvað ég sakna Pepsi Max.

Sjö vikur eftir, þetta verður létt.

Stuðningurinn heima fyrir er þó lítill. Hlyni sýnir lit og notar tækifærið til að taka sitt matarræði líka í gegn. Jói aftur á móti notar hvert tækifæri til að þamba Pepsi Max, setur nýtt íslandsmet í Doritos áti og borðar Cadbury Fingers eins og engin sé morgundagurinn.

Takk Jói.

3 athugasemdir á “helköttaður fyrir páska

  1. Ég stend með þér. Verður þú þá orðinn eins og Peter Crouch í vaxtarlaginu þegar að ég sé þig í mánudagsboltanum eftir nokkrar vikur?
    Var að spá í að taka þig fyrirmyndar, alveg þangað til ég las um Cadbury fingurna – er kominn í skónna og ætla að fjárfesta í tveimur pökkum.

    Sé þig í kvöld – kveðja Bjarni Þór

  2. Jájá… hérna finnur maður semsagt púslið sem mig vantaði til að púsla stöðuni saman. Það hlaut að vera eitthvað í þessa áttina ;o)

    Kassmæjerinn svo !!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s