tækniundrið móðir mín

Móðir mín í hví hví kemur sífellt á óvart. Það er ekki nóg að hún sé fyrirmyndarmóðir sem hefur alið upp þrjá Jóh drengi sem allir bera af í mannþokka, gáfum og öðru sem ungir drengir þurfa að bera til að vera góðir mannkostir, eldar frábærann mat og bakar elskulegar kökur. Í vikunni sló hún öll met og sannaði hversu tækniklár hún er.

Hakan á mér fór niður á gólf þegar frá henni bárust MMS skilaboð. Í skilaboðunum var mynd og texti undir, eitthvað sem hún henti bara fram úr erminni eins og þetta væri sjálfsagður hlutur.Myndin sýnir föður minn í hjólastól á leið af röntgendeildinni á leið aftur til læknisins.

Undir myndinni stóð „Pabbi á slysó“.Guðfaðirinn braut á sér tána við að kveikja á jólalestinni sem keyrir hring í kringum jólatréið á Jóhsetrinu fyrir Vöku Líf, 2 ára Guðdóttur mína. Honum heilsast vel og ber sig vel eftir atvikum.

4 athugasemdir á “tækniundrið móðir mín

  1. mamma þín er í öðrum aldursflokki Guðjón. Svo kemur heldur ekkert á óvart að konan sem er gift Jóni Ágústi skuli vera tæknivædd, annað væri einkennilegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s