Jesus Christ Superstar

Fór í gær ásamt Villa (takið eftir hversu svalur hann er með gítarinn) og Jóa (heiti gaurinn) á rennsli í Borgarleikhúsinu. Verið var að sýna Jesus Christ Superstar. Þar sem eru nokkrir dagar í frumsýningu var þetta eflaust ekki 100% sú útgáfa sem við sáum en ég hef voðalega lítið út á hana að setja.

Ég sem mikill aðdáandi söngleiksins hafði nokkrar efasemdir, mér finnst mjög erfitt að hugsa að það sé verið að breyta og bæta eitthvað sem er svo fullkomið. Tónlistin úr myndinni er t.d. eitthvað það besta tónlistarverk sem ég veit um, myndi kalla þetta klassíska tónlist.

Ég hafði enga ástæðu til að vera með einhverjar áhyggjur. Þær breytingar sem gerðar eru takast allar fullkomnlega. Toppurinn í þessari uppfærslu er klárlega hljómsveitin, guð minn góður. Ég vona að þetta verði tekið upp og gefin út diskur, þetta vil ég heyra aftur og aftur. Trommarinn úr Mínus er betri en ég hefði nokkurn tímann átt von á og meðspilararnir skila allir sínu meistaralega. Krummi og Jenni sem Jesú og Júdas eru fantagóðir og umgjörðin öll, með kórnum og leikmyndinni standa sig vel og koma vel út.

Ingvar E. Sigurðsson sem Pílatus og Bergur Þór Ingólfsson sem Heródes standa þó uppúr fannst mér. Ingvar er fagmaður fram í fingurgóma og þegar hann syngur Draum Pílatusar fékk ég gæsahúð. Pílatus svo lítill í sér eitthvað eftir drauminn um Jesú og Ingvar skilar því betur en ég hef nokkurn tímann séð. Bergur sem Heródes er snilld, comic relief sýningarinnar í laginu sem passar varla með hinum lögunum. Það er einhvern veginn svo á skjön við alla aðra tónlist í verkinu.

Ég ætla aftur í Borgarleikhúsið að sjá JCS.

Jesús er kúl!

3 athugasemdir á “Jesus Christ Superstar

  1. Sammála þér með tónlistina úr myndinni, gæsahúð og tár ef ég er þannig stemnd.
    Var ekkert voða spennt fyrir þessarri uppfærslu Borgarleikhússins, en þú vaktir forvitni mína. Nú er bara að vona að hún verði ennþá næst þegar við komum…

  2. Sæll,

    Ég sem mikil JCS aðdáandi er ekki alveg jafn sáttur við sýninguna. Margt er jákvætt. Ég hafði heyrt talað um að sýningin ætti að vera ný og fersk og var mjög sáttur við að hún væri eins og erlendar útfærslur sem maður hefur séð en ekki „ný og fersk“. Hljómsveitin var góð en á kvöldinu sem ég fór á voru trommurnar og gítarinn of hátt stillt þannig að varla heyrðist í melódíunni. Jenni var svolítið off í heaven on their minds annars fannst mér hann mjög góður. Krummi réð ekki við gethsemane og svo heyrðist ekkert í lærisveinunum í síðustu kvöldmáltíðinni. Ingvar E. er hrikalega öflugur sem leikari en mun verri Pílatus sönglega heldur en Daníel Ágúst var í den.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s