Jólakökusmakkið 2007 – fyrri hluti

Andrúmsloftið í gær mátti skera með hníf svo þykkt var það. Svitaperlur mynduðust á ennum manna og hvert augnaráð var hægt að misskilja og lítið mátti út af bera ef hnefarnir ættu ekki að tala.

Ástæðan er ekki Liverpool – Man Utd eða Arsenal – Chelsea heldur árlegt jólakökusmakk.

Í fyrra tóku nokkrir vaskir drengir út jólakökubakstur mömmujóh og gáfu einkunnir. Árið 2007 er ár útrásarinnar í íslensku viðskiptalífi og drengirnir breiðhylsku eru auðvitað engir eftirbátar þar og því var smakkað á tveimur stöðum og einkunnir gefnar í samræmi við það.

Byrjað var í Víkurbakkanum hjá Frú Margréti. Þar var búið að leggja á borð og heitt súkkulaði kraumandi á hellunni og búið að setja hverja sort í skál svo auðvelt væri að taka út kökurnar og gefa einkunnir.

Eftir miklar umræður og langt smakk var hægt að gefa einkunnir. Frú Margrét nagaði neglurnar af stressi og gat varla hlustað á umsagnir dómnefndarinnar.

Dómnefndin í ár skipuðu síðuskrifari, Jóhann Jökull, Steindór Gunnar og afmælisbarnið Brynjar Harðarson.

Umsagnir dómnefndar voru allar jákvæðar enda frú Margrét listakokkur. Engiferkakan vakti mikla lukku og dómnefnd var sammála um það að sú kaka yrði óaðfinnanleg með ískaldri mjólk og kökunni dýft vel í.

En það geta ekki allar kökurnar unnið og atkvæðin tala sínu máli. Dæmt var eftir svokallaðri MarioKart stigagjöf þar sem 1.sætið fær 9.stig, 2.sætið 6.stig og 3.sætið 3 stig. Hver dómnefndarmeðlimur velur eina sort í hvert sæti. Samanlagður fjöldi stiga ræður útkomunni og jafntefli þýðir að viðkomandi sortir deila sætunum.

Í Víkurbakka var niðurstaðan þessi:

7.sæti með 3 stig : Fjölskylduleyndarmálið (breytt útgáfa af mömmukökum)

5-6.sæti með 6 stig hvor : Súkkulaðibitakaka og Engifer kaka

2-4.sæti með 9 stig hvor : Súkkulaði og hnetukaka, Siggakökur m/ daim, Kornflex og súkkulaðirúsínukökur

1.sæti með 15 stig : Amerísk súkkulaðibitakaka

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s