Hefur þú heyrt talað um menningarkvöld?

Það er enn talað um menningarkvöldin á L82 á kaffihúsum þessa lands og nú hefur myspace bæst í hópinn. Kvöldin eru talk of the town eins og kaninn segir.

Menningarkvöldið í gær var vel heppnað að vanda og öllu til tjaldað. Kjúklingaréttur hússins vakti mikla lukku nema að Hlyni kvartaði að vanda yfir því að það væru ekki kartöflur með matnum. Hlyni skilur ekki að salat og naan brauð er alveg nóg, kolvetnisglugginn er ekki svona mikið opinn.

Meðlætið með myndinni var svo brot af því besta sem Nói, Góa og Freyja hafa í sínu vöruúrvali ásamt heimalöguðu guacamole eftir nákvæmum leiðbeiningum leikkonu. Neimdropp ha. Heimalagað gucamole er eins ávanabindandi, þegar Jói var komin með hálfan hausinn ofan í skálina að sleikja leifarnar að þá sagði ég stopp.

Kvikmynd kvöldsins var af aðeins öðrum toga en venjulega. Eftir skotgrafarhernaðinn sem kom í kjölfar síðasta menningarkvölds var um tvennt að velja. Sýna Priscilla: Queen of the desert eða eitthvað með Van Damme til að sýna endanlega í hvaða átt íbúar L82 leita.

Ég sem maestro þessa menningarkvölds ákvað að leita í sálarfylgsnið og finna mynd sem hefur lifað með mér frá æsku. Mér finnast hryllingsmyndir það leiðinlegasta sem til er og aðeins ein mynd hefur fengið að lifa með mér sem talist getur til slíkra mynda. Þessi mynd hræddi úr mér líftóruna á sínum tíma og ég gat aðeins klárað hana með herkjum.

Oft þegar maður horfir mörgum árum seinna á myndir úr æsku eldast svona myndir mjög illa og eru í raun ekkert nema slys. Mynd kvöldins eldist talsvert betur en ég hafði þorað að vona þó að síðustu 20 mínuturnar eða svo hafi verið einum of skrýtnar fyrir minn smekk. Myndin sló þó í gegn hjá öllum íbúum L82 og það er fyrir öllu.

Kvikmynd kvöldsins er úr smiðju Wes Craven og heitir People Under The Stairs.

4 athugasemdir á “Hefur þú heyrt talað um menningarkvöld?

Færðu inn athugasemd