Menningarkvöld

Þrátt fyrir blogg sem sprottin eru undan rótum öfundssýki og aðra vitleysu frá fólki sem aldrei mun upplifa stemmninguna sem fylgir menningarkvöldi á L82 er enn einu menningarkvöldinu lokið.

Það er svo einfalt að utanaðkomandi áhrif hafa engin áhrif á íbúa L82. Nógu mikið sjálfstraust, egó og aðra kosti höfum við til að láta strák frá Bolungarvík af öllum stöðum hrinda okkur eitthvað til baka og segja okkur að við séum eitthvað annað en við erum.

Jói Jökull var maestro þetta menningarkvöldið. Byrjað var með látum og var fiskur á borðum, steinbítur fyrir þá sem vilja þetta ofan í smáatriðin. Ofnbakaður með fersku grænmeti og smakkaðist vel. Þetta myndi því vera í annað skipti sem að fiskur er á borðum á árinu 2007. Rautt kjöt er svona meira fyrir okkur.

Kvikmynd kvöldsins sýnir svo enn betur að utan að komandi áhrif hafa ekkert að segja á L82. Við erum yfir það hafnir að láta ummæli barnalandsnotenda frá Bolungarvík hafa áhrif á það sem gerist á L82.

Sir Anthony Hopkins sýnir stórleik í kvikmynd kvöldsins og kvenhetjan er vælandi alla myndina og allt er svo trist hjá henni. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna en floppaði þegar hún var sýnd um heim allan. Myndin sló þó rækilega í gegn þegar hún kom út á DVD og það setti hana í deild hinna klassísku mynda.

Brad Pitt leikur svo Tristan, hetju myndarinnar sem er rauði þráðurinn. Hann er klettturinn sem allir aðrir í myndinni brotna á.

Gott menningarkvöld og myndin Legends of the fall er gott andans fæði.

25 athugasemdir á “Menningarkvöld

 1. Menningarkvöld á meistaradeildarkvöldi – ég tek undir með Guffa. Alvöru karlmenn hefðu tekið Béin þrjú – Burger, Bjór og Bolta.

 2. Fyrir myndina var horft á Sevilla – Arsenal. Forgangsröðunin er kórrétt á L82.

  Guffi veit ekki hvernig meistaradeildin virkar, hvernig fyrirkomulagið er né hvaða lið spila þar. Fyrir honum er Boca Juniors nafn á salsa hljómsveit.

 3. Hingað til hef ég haft gaman af þessum menningarkvöldum. Jafnvel verið svolítið abbó hvað þið strákarnir á L82 eruð uppátækjasamir á meðan á Freyjunni er það annaðhvort Ölstofan eða horfa á Law&Order/CSI.

  En nú fóruð þið yfir strikið. LEGENDS OF THE FALL !!! Önnur eins vagínu væls ræma hefur varla sést. Þar að auki er myndin bölvuð ómenning.

  … en þetta er bara mín skoðun

 4. Villi, það er svo gott að gráta í boga öðru hvoru. Þú ættir að reyna að opna á þessar tilfinningar og þá eru jafnvel líkur á því að þú þurfir ekki að halda enn eitt stelpulausa partýið á 26 ára afmælinu þínu…

  …en það er bara mín skoðun.

 5. Alvöru karlmenn hefðu tekið hin þrjú heilögu D á þetta kvöld. Dansa-Drekka-Daðra.

  Svona stelpumyndir eiga bara heima í saumaklúbbum og fæðingardeildum.

  Og ef ykkur langar að gráta í boga, þá mæli ég með að þið vaxið á ykkur bakið. Það fær alla karlmenn til að gráta.

 6. Strákar eru líka tilfinningaverur. Eigum við bara að horfa á Van Damme myndir alltaf og stríðsmyndir?

  Bleiku peysunni var lagt fyrir löngu síðan. Hún var brúkuð 2005 síðast.

 7. ég fer að flytja aftur inn til þess að kenna ykkur allt sem þið þurfið að vita um karlmennsku og sóðaskap, fæ hroll við að lesa þetta rugl. Nú hættir þú að verja þetta kvikmynda val gummi það eru ekki allar myndir sem sýndar eru á menningarkvöldum L82 góðar, smá gagnrýna hugsun. Þið þurfið að fara að komast uppá stelpu fyrst LAN og svo þetta, mér líður illa í sálinni

 8. Flott að taka dæmi um félagslið frá Argentínu þegar verið er að dissa Guffa fyrir að hafa ekki skilning á meistaradeildinni, sem var evrópukeppni síðast þegar ég gáði.

 9. Fólk er ekki að fatta hvað menningarkvöld snúast um. Það sem við á L82 kunnum og kunnum vel:
  – Drekka bjór
  – Fara á klúbba (oftar en ekki Ölstofana)
  – Horfa á fótbolta
  – Horfa á nýmóðins kvikmyndir
  – Borða skyndibita
  – Eltast við kellingar

  Menningarkvöld snúast um að gera eitthvað annað en þetta! Þau snúast um að víkka sjóndeildarhringinn. Nýjasta val Jóa, Legend of the Fall, snýst um tilfinningar. Ég og Gummi erum tilfinningakaldir bastarðar og Jói var að reyna að opna okkur, það tókst!

 10. hvernig væri að þið mynduð bara prófa eiturlyf eins og allt venjulegt fólk í stað þess að gera ykkur að athlægi með þessum tilfinninga röfli ykkar þegar við sem ykkur þekkja vitum að þið eruð tilfiningalausir

 11. Það kemur eitthvað bull í því sem þú skrifaði Guffi. Ég ætla að giska á að þarna standi sögnin að ríða. Afhverju þú þorir ekki að skrifa það orð er mér hulin ráðgáta.

  Þú ættir kannski að reyna að blogga svona þá. Ég veit ekki betur en að við strákarnir á L82 séu bara allir í ágætis málum. Æ ég man það núna, þú getur ekki bloggað svona því þú gerir aldrei neitt svona.

  Þitt highlight er að fara í pottinn og að vakna á sunnudögum til að horfa á Silfur Egils. Þú átt eftir að enda með Önnu Kristine með þessu áframhaldi.

 12. Hvaða hvaða eru menn eitthvað viðkvæmir ???? Hélt að Gummi Jóh gerði það sem honum sýnist þegar honum sýnist og verji það ekki á neinn máta. Ég féll ekki fyrir myndinni þótt Brad Pitt sé flottur 🙂 homma hvað ???????????????

 13. Legends er bara fínasta mynd, vel leikinn og eins og gummi nefndi: góð myndataka.
  Jú hún snýst kannski aðeins meira um tilfinningalegu hliðina heldur en T.M.N.T en ég hels að þetta sé fyrst og fremst samfélagslegur stimpill á henni að einungis „tjellingar og hommar horfa á svona væl!“

  Þið strákar eruð lifandi dæmi um gjald karlmennskunnar!

  Ég styð þessi kvöld og hef gaman af því að lesa um þau.
  (svo er bara stór + ef þið fáið að ríða útá þetta)

  Takk

 14. Ég verð bara að blanda mér í þessa umræðu. Held að það sé best að Guffi ríði Arnari. Arnar gæti fengið sér góðan skammt af eiturlyfjum áður en að Guffi lætur til skara skríða.
  Varðani myndina þá er mér slétt sama. Í þeim heimi sem að ég lifi í þá er stundum horft á mynd til að drepa 1 og hálfan til 2 tíma af deginum.

  En er L82 opinn fyrir The special one um jólinn Gummi?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s