Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á afmæli í dag og hefur verið haldið uppá það í dag. Allt gott og blessað um það að segja.

Ég segi þó farir mínar ekki sléttar þegar ég rifja upp kynni mín af þessum barnasáttmála.

Í Breiðholtsskóla þegar ég var á fermingarári og semsagt í 8.bekk fengum við hefti með sáttmálanum þar sem listað var upp hverri grein og hvað hún þýddi fyrir mig, barnið.

Þarna voru góðar greinar eins og t.d. 12.grein sem tryggir rétt barna til að tjá skoðanir sínar og 14.grein sem tryggir rétt barna til frjálsrar hugsunar og sannfæringar.

Þegar mér var sagt að hafa hljóð eða að lækka róminn að þá benti ég samviskusamlega á þessar greinar og var þá annað hvort hótað brottrekstri úr tíma eða mér var sagt að halda þessu rugli fyrir mig.

Þetta endaði með því að í eitt skiptið reif Björn Árna bæklinginn af mér og reif hann í tvennt.

Sameinuðu þjóðirnar hafa enga lögsögu í Breiðholtskóla.

2 athugasemdir á “Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s