In Rainbows

Radiohead gáfu nýverið út plötuna In Rainbows á ný ástarlegann máta miðað við hljómsveit af stærðargráðu sem Radiohead er. Maður getur náð í plötuna á DRM lausu formi og borgað þá upphæð sem manni hentar, hvort sem það væru 0 krónur eða hundruðir þúsunda. Flestir taka þann pól í hæðina að borga það sem viðkomandi finnst vera sanngjarnt verð fyrir plötu en sumir borga meira og aðrir minna og aðrir ekkert. Hver og einn bara borgar það sem viðkomandi er tilbúin í að borga.

Stóru plötufyrirtækinn kvarta og kveina yfir þessu enda þarna verið að sýna að business módelið sem þau vinna eftir er úrelt og úr sér gengið. Hér heima sést hvernig frábær sala Mugison á plötunni Mugiboogie hefur núllað út milliðina og dreifingaraðilana sem plötufyrirtækin eru og hægt að gera hlutina sjálfur með aðstoð góðra manna og eldmóðinn einan að vopni.

SMÁÍS , sem eru samtök myndrétthafa á íslandi hafa farið mikinn gegn p2p síðum eins og torrent.is blammera svo þetta nýja módel með greininni

„Eru aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur“.

Í greininni sem væntanlega er skrifuð af Snæbirni Steingrímssyni, framkvæmdarstjóra SMÁÍS þó engin sé titlaður fyrir greininni er talað um að 38% þeirra sem sóttu verkið hafi borgað eitthvað og restin hefði stolið plötunni.

Hér er verið að vísa í tölur úr einhverri rannsókn sem ekki er getið heimildar um hvaðan séu fengnar og því tekur maður henni svona temmilega réttri. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að halda að SMÁÍS hafi verið að vísa í rannsókn comScore, fyrirtækisins sem hafði engan aðgang að gögnum Radiohead um söluna heldur byggir niðurstöður rannsóknar sinnar eingöngu á sínum eigin tölum hvernig sem þeir fengu þær þá.

Radiohead sjálfir hafa svarað þessu sem algjöru bulli og ítreka að þessar tölur séu búnar til með loftinu einu enda engin tölfræði frá þeim komin í þessari rannsókn.

Hvað græða menn á því að skella fram svona bulli án þess að vísa í heimildir? Ef vísað væri í heimildir, hvað græða menn þá á því að vísa í heimildir sem búið er að hrekja af þeim sem vita mest um málið?

Ég skil ekki svona málaflutning. Ég skil hvað SMÁÍS standa fyrir en ég skil ekki leik þeirra að halda að allir þeirra neytendur, fólkið sem borgar félagsmönnum samtakanna allar þeirra tekjur séu nískupúkar, þjófar eða hvað þeir vilja kalla hinn almenna neytenda.

Getur verið að SMÁÍS hræðist netið og milliliðalausu taktína sem er og mun ryðja sér til rúms sem ríkjandi þáttur verslunar á tónlist? Það gæti líka verið að þeir skilji ekki netið og sjái ekki þau fjölmörgu tækifæri sem þar eru fyrir hagsmunaðila. Netið er ekki bara vettvangur litla mannsins eða þeirra sem ætli sér að brjóta lögin og stela, heldur óplægður akur og hafsjór tækifæra. Það þarf bara að nýta tækifærin og ekki reyna að heimfæra það sem gert er í venjulegri plötubúð yfir á netið. Ef það er gert og ekki hugsað út fyrir kassann er alveg á hreinu að hugmyndin mun steypast til jarðar.

Annars er ég bara nettur.

8 athugasemdir á “In Rainbows

 1. Það er náttúrulega margsannað að það eru aðeins þeir allra stærstu sem missa eitthvað á þessu formi, jú og milliliðirnir þeir missa allt. In Rainbows og Mugiboogie eru virkilega góð dæmi um það hvað hægt er að gera þegar menn hugsa út fyrir kassann. Ég hlakka mikið til að fá viðhafnar útgáfuna af In Rainbows.
  Síðan það var farið að innheimta STEF-gjöld af tómum geisladiskum og DVD diskum hef ég verið þeirrar skoðunar að ég megi sækja mér tónlist og brenna á disk, að minsta kosti er ég búinn að borga STEF-gjöldin af þeim.

 2. Mjög góð grein hjá þér.. Ótrúlegt að lesa þessa grein á SMÁÍS. Veik vörn fyrir vondan málstað. Dreifileiðirnar sem fulltrúar smáís eiga eru úreltar, neytendur fara fram á það að fá afþreyingu sína milliliðalaust. Það eru einmitt þessir milliliðir sem SMÁÍS eru að verja.

  Áskriftarsjónvarp, einokun í dreifing og tónlist og myndum er úrelt fyrirbæri. Samtök tónlistamanna og þeirra sem búa til afþreyingu ættu að sameinast gegn SMÁÍS. Það er þeirra hagur að afurðir þess berist milliliða laust. Í takt við kröfur nútíma neytandas.

 3. Það eru þeir sem eru ekki að verja áskriftarsölu eða einkarétt sem verða verst úti í þessari rimmu um p2p/torrent.is o.s.frv.

  Þeir horfa á verkin sín svífa um á internetinu, en fá ekkert að gert.

  Það er mjög auðvelt að pakka vandamálinu saman í e-ð sem heitir torrent.is og ráðast á það þannig.

  Vandamálið er verðið á tónlist, hvernig henni er dreift, tónlistin sjálf og Britney Spears 🙂

 4. Þegar talað er um að ákveðið hlutfall fólks sem ekki borgaði fyrir plötuna hafi þar með stolið henni – hvernig er hægt að stela plötu þegar útgefandinn segir að maður ráði hvort maður borgi fyrir gripinn eða ekki.

 5. Sorgleg grein hjá Smáís.

  „Auðvita var þetta að sjálfsögðu kolrangt hjá þeim enda hafa allar rannsóknir sýnt að þetta er alls ekki spurning um verð. Það er eingöngu afsökun sem þjófar nota til að réttlæta þjófnaðinn.“

  Þetta er djöfulsins kjaftæði.

  Ætlar einhver að segja mér að það sé ekki söluhvetjandi að ég get keypt nýja Sigurrósadiskinn á 990 krónur á Smekkleysa.net í stað þess að kaupa diskinn fyrir 2.200 krónur útí næstu búð í plastpakkningum sem ég hendi í ruslið um leið og ég rippa tónlistina inní iTunes.

  Rosalega er það sorglegt þegar menn reyna ekkert til að bæta þjónustuna eða laga verðið, heldur reyna þess í stað að þjófkenna alla þá, sem að gætu verið hugsanlegir viðskiptavinir fyrirtækisins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s