Menningarkvöld

Hin rómuðu menningarkvöld halda áfram, þessi kvöld eru fyrir löngu orðin landsþekkt og landsmenn allir bíða í ofvæni eftir að vita hvað var gert á L82 á þriðjudagskvöldum.

Ég sjálfur átti þetta kvöld og var öllu tjaldað til þó ég segi sjálfur frá, allaveganna var almenn ánægja með myndavalið hjá Hlyni og Jóa.

Byrjað var á eldamennskunni en réttur kvöldsins var eitthvað sem fær alla drengi til að slefa, það sem byrjar á B og endar á Q er alltaf gott og klikkar aldrei.

BBQ kjúklingapizzza að hætti Hagnaðarins var réttur kvöldsins og klikkaði sá réttur bara engan veginn. Fullt hús stiga. Við vorum mikið að spá í hverju hægt væri að bæta við þennan rétt næst þegar hann yrði gerður og var næstum því samkomulag um að ekkert þyrfti að gera. Jói vildi bæta við paprikum sem ég tel vera glapræði. Það myndi alfarið núlla út sæta bragðið sem eldaður rauðlaukurinn kemur með.

Mynd kvöldsins var heimildarmyndin The Devil and Daniel Johnston. Einhver áhrifamesta heimildarmynd sem ég hef séð um nokkurn hlut. Daniel þessi er tónlistamaður og málari og er gífurlega þunglyndur. Maður sér ungan hressan strák, með sköpunargáfu fyrir tónlist og málverkum par ekselans en sér hann svo fara yfir brúnina og verða svo manískur að hann næstum drepur vin sinn með stálröri, drepur næstum sig og pabba sinn í flugvél og ég veit ekki hvað og hvað.

Það sem gerir þetta svo allt enn merkilegra er að Daniel var næstum alla sína ævi alltaf með kassettutæki eða Super8 vél á sér þannig að allt þetta ferli er til annað hvort á hljóði eða mynd. Það gerir myndina svo magnaða, þetta er ekki leikið eða menn að rifja upp heldur sér maður þetta allt saman gerast sem gerir líffskeið Daniels enn átakanlegra og erfiðara að horfa á.

Fimm stjörnur handa mér, pizzunni og myndinni. Fullt hús stiga.

8 athugasemdir á “Menningarkvöld

  1. Ég vil árétta að það er afskaplega lítið um það að „við“ séum komnir í æfingu.

    það er ég sem er komin í æfingu. Ég eldaði, Jói skar niður kjúllann og Hlynur kom rétt áður en pizzurnar fóru í ofninn og ræddi lífsins gagn og nauðsynjar.

  2. Sko … tyrkir eru td. frægir í DK fyrir Dürumin sín… sem eru btw hrikalega góð!!

    minna soldið á upprúllaða pizzu með fullt af fersku grænmeti mmmm…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s