Airwaves hér komum við

Arnar 6 ára hélt uppá 30 ára afmælið sitt með glæsibrag á laugardaginn og því þurfti að beita öllum ráðum til að hafa gaman enda gestgjafinn sjálfur með þeim hressari.

Til að verða Breiðholtinu og vinahópnum til sóma var því æft nýtt lag í annars langan setlista Drengjakórs Breiðholts. Þessi sverð og skjöldur íslenskra sveina sem kórinn er ákvað að þar sem að vettvangurinn var afmæli hjá okkar eigin drengjum yrði að nota allt púðrið sem til er. Því var farið í útrás og Hvassaleitið innlimað í kórinn enda Arnar ekki með þetta kvöld og Ebbi fluttur erlendis. Böb og Villi og svo Breiðhyltingarnir Gunni Gæs og Valur bættust í hópinn og var mál manna að þeir hefðu bætt raddsviðið kórsins almennt og eru trommuheilataktar BÖB eru rómaðir.

Ákveðið var að taka tvö lög þetta kvöld og þau ekki af lakara taginu.

Eftir að Gestur hafði haldið smá tölu var komið að því að kynna Togga á sviðið með gítarinn og byrjaði hann að spila You´ll Never Walk Alone, tvöföld merking enda Liverpool lag fyrir Arnar sem og svona sem skilaboð frá vini. Þegar viðlagið fór að nálgast bættust við strákarnir einir af öðrum uppá svið og tókum viðlagið með glæsibrag. Svona þó að ég segi sjálfur frá.

Eftir að hafa verið klappaðir upp hentum við okkur í kunnulega sveiflu sem er 90´s syrpan okkar. Hún var aðeins stytt en hnitmiðuð var hún. Þessi syrpa er lifandi lag og því engin flutningur eins. Eina sem mér fannst vanta þetta kvöld var Don Pedro á rafmagnsgítarinn, mér finnst Drengjakórinn alltaf bestur með Doninn sér við hlið.

Ég skrifa ekki meira um þetta afmæli heldur leyfi myndböndum að tala. Fyrst má heyra og sjá flutning Togga og Drengjakórs Breiðholts á laginu You´ll Never Walk Alone og seinni myndbandið hefur að geyma syrpuna góðu. Horfið á þetta með hljóðið í lagi. Takið sérstaklega eftir í lokalagi syrpunnar hvernig BÖB fer á kostum sem trommuheili.

6 athugasemdir á “Airwaves hér komum við

  1. Ég kem næst og tek sóló en þið verðið þá að halda Þogga á meðan, því hann er með bráðaofnæmi og skerta gítarsólógreind, og fer bara að froðufella og kalla mig Mark Knofler ef hann heyrir nótur ferðast á meiri hraða en hann getur sjálfur framkallað.

  2. Skaptadúdírúdúmmdídúmmdadadaradadúdabbadadamm!

    vildi koma með mitt innlegg í þetta annars frábæra framtak og snilli.

    Sakna ykkar drengir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s