burgertime

Unglingurinn Hlyni er erlendis í skólaferðalagi og kemur aftur á morgun. Af því tilefni höfum við Jói gert allt sem Hlyni elskar að gera en við leyfum honum ekki að gera.

Og svo ég listi eitthvað upp :

  • Við höfum farið í koddaslag
  • Hoppað uppí rúmi
  • Borðað candyfloss
  • Borðað bbq mat berir að ofan (eitthvað sem Hlyni elskar að gera)
  • Við horfðum á Back to the Future eitt til þrjú í einni salibunu

Svo var lokahnykkurinn í kvöld en Hlyni elskar, dreymir og talar ekki um annað en góða hamborgara. Hann veit hvar er best að fá góðan hamborgara í öllum stórborgum Evrópu. Gleymi ekki þegar við vorum eitt sinn í Kaupmannahöfn og hann dró mann í eitthvað skítaúthverfi Köben til að fá hamborgara í einhverri tyrkjabúllu. Hamborgarinn var vissulega ánægjulegur en ég hefði notið hans betur ef að Hlyni hefði ekki öskrað „er hann ekki góður? mmmmmmm“ á ca mínutu fresti.

Af því tilefni að Hlyni var erlendis var ákveðið að grilla þykka, safaríka hamborgara með öllum þeim trakteringum sem góðan hamborgara þarf að prýða eins og sveppi steikta uppúr hvítlauk, BBQ sósu, beikoni, bufftómötum og brakandi fersku salati. Hamborgarinn var unaðslegur.

Heyrirðu það Hlyni, hann var unaðslegur. Þetta verður ekki endurtekið á L82 í bráð.

Við sjáum mynd, eldspýtustokkurinn er til að sýna stærðarhlutföll.

7 athugasemdir á “burgertime

  1. Ákaflega skemmtilegt að hugsa til þess að tveir fullorðnir karlmenn hafi verið að gera allt sem stendur á þessum lista.. 🙂 Enn skemmtilegra samt ef maður hugsar sér ykkur tvo vera að gera þessa hluti á sama tíma, sem sagt í koddaslag, hoppandi í rúminu, berir að ofan að éta candyfloss.

    Annars girnó hammari

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s