já nei nei

Þú mátt ekkert vera í þessum bol, hann er fyrir fáa útvalda.

24 athugasemdir á “já nei nei

 1. Var ekki Breiðholtið ekki einmitt fyrsti staðurinn sem nýi borgarstjórinn fór í opinbera heimsókn til? Það er virðingarvottur. Einnig hefur ráðið T-Rex sem aðstoðarmann, sem hlýtur að gleðja þitt örgeðja SKE-hjarta.

 2. er það slæmt að borgarstjórinn vilji betra breiðholt Gummi? Mega bara sjálfstæðismenn bara vilja betra breiðholt? Bara breiðhyltingar kannski? „Ef þú ert ekki breiðhyltingur, þá ertu á móti þeim“ er það pælingin?

  Mér finnst afar furðulegt að snobba þegar maður býr í bökkunum

 3. Hvaða hvaða, Breiðhyltingarnir að snúa baki í Gummann. Ég held að við ættum bara að vera ánægð að hafa einn svona eins og Gumma sem virkilega setur sál sína í að tala vel um Breiðholt.
  Toggi ég skil ekki alveg afhverju Gummi má ekki snobba þó hann sé úr Bökkunum. Er þá ekkert furðulegt þegar fólk snobbar úr öðrum hverfum.

  Ég stend mér þér Guðmundur en mér finnst alveg að við megum leyfa Degi að klæðast Breiðholtsbol…bara í þetta sinn!

 4. Sara: Gummi má snobba hvaðan sem hann kemur, ég ætla mér ekki að banna honum eða öðrum nokkra skapaða hluti, enda hef ég ekkert vald til þess. Hinsvegar má mér finnast það furðulegt að snobba þegar maður býr í bökkunum. Bakkarnir eru nú bara þannig að maður þarf varla annað en að líta út um gluggann til að reka augun í handrukkara og krakkhórur að störfum. Er það eitthvað til að hreykja sér af? Ef hann byggi í glæsivillu á Arnarnesinu þá ætti ég auðveldara með að skilja snobbið, þó það væri engu að síður alveg jafn hallærislegt.

 5. Já vá!

  Ein heimsókn í Gerðuberg segir ekki neitt. Ég vil hann ekki í þessum bol nema að hann segi eitthvað um hvað hann ætli að gera fyrir Breiðholti. Reyndar búa bæði Björn Ingi og Óskar Bergsson í breiðholti þannig að ég hef engar áhyggjur af því að Breiðholtið líði einhvern skort á meðan þeir eru í meirihluta. Óskar er mikill ÍR-ingur.

  Ég sé ekki að ég sé að snobba eitt eða neitt. En Breiðholtsbolurinn er fyrir Breiðhyltinga, enga aðra. Óháð skoðunum Dags að þá er hann árbæingur ef ég man rétt sem er eitt þar versta sem til er, bandvitlausu megin við Elliðarárnar.

 6. Hvernig færðu það út að bolur merktur „Betra Breiðholt“ sé bara fyrir breiðhyltinga Gummi? Er ekki best að einmitt sem flestir klæðist þessu og taki skilaboðin alvarlega? Þú vilt að borgarstjórinn geri allt sitt fyrir breiðholtið en samt má hann ekki klæðast bolnum. Ef allir breiðhyltingar hefðu þitt attitjúd, þá myndi ég ekki álasa honum fyrir að gefa algjört frat í breiðholtið í heild.

  Viðurkenndu það bara. Sjálfstæðismaðurinn í þér er sár. Ef Davíð Oddson hefði á sínum tíma smellt sér í „betra breiðholt“ bol, þá hefðirðu alveg ábyggilega ekki sagt eitt einasta neikvætt orð. Þó veit ég ekki til þess að hann sé breiðhyltingur, auk þess sem bolurinn færi honum eflaust verr en Degi.

  Þetta er bara birtingarmynd sárinda, hroka og snobbs í þér Gummi. Ekkert annað.

 7. Toggi þú ert að lesa hluti úr þessari litlu færslu sem að voru svo fjarri mér þegar ég henti henni inn á 30 sekúndum. Hvernig þú færð þetta allt út finnst mér frábært enda sýnir það frjótt ímyndunarafl.

  Hún tengist ekki borgarstjóranum, pólitík, Sjálfstæðisflokknum eða einhverju slíku bara ekki neitt. Hún tengist eingöngu því að stoltur Árbæingur ætti bara vera í Betra Árbæ bol. Ég vil ekkert að fólk sé út um allan bæ í þessum bolum sem eitthvað novelty item. Fólk á bara að vera í sínum bolum sem á stendur Betri Árbæ, Betri Fossvog, Betri Vesturbæ eða bara eitthvað. Svipað og að Liverpool maður væri alltaf í Newcastle treyju.

  Einföld lítil færsla sem þú ert gjörsamlega að oftúlka uppúr öllu valdi.

 8. „Toggi þú ert að lesa hluti úr þessari litlu færslu sem að voru svo fjarri mér þegar ég henti henni inn á 30 sekúndum.“

  Þetta er bull og þú veist það. Allir sem þekkja þig vita það.

  „Hún tengist ekki borgarstjóranum, pólitík, Sjálfstæðisflokknum eða einhverju slíku bara ekki neitt.“

  Þetta er sömuleiðis algjört bull og þú veist það. Allir sem þekkja þig vita það.

  Ég hef ekkert sérstaklega frjótt ímyndunarafl. Pólitíkin, borgarstjórnarmálið, sárindin, snobbið og hrokinn; allt þetta blasir við manni í þessari örstuttu færslu. Þú bara vilt ekki viðurkenna það, vegna þess að innst inni skammastu þín fyrir þetta og veist hvað þetta er asnalegt.

  Stuðningur við pólitíska flokka eða ákveðin hverfi á einmitt alls ekki að líkjast fótbolta, þó þú virðist haldinn sömu ranghugmynd og margar aðrar ungpólitískar klappstýrur. Það á ekki að vera neinn andstæðingur, heldur ættu allir að reyna sitt besta til að róa í átt að sem bestum árangri. Það er heimskulegt að styðja bláa liðið t.d. bara vegna þess að það er blátt og af því þú hefur alltaf gert það, en ekki vegna þess hvað þeir standa fyrir. Og þó þú styðjir einn umfram annan, þá áttu ekki að þurfa að hatast út í hinn. Það er bjánalegt, sérstaklega fyrir mann á þínum aldri.

 9. HAHAHAHAHAH!

  Þetta sem þú skrifar er bull og þú veist það. Allir sem þekkja þig vita það. Ég veit nákvæmlega hvað ég meinti þegar ég setti þetta inn og sama hvað þú heldur að þá breytir það engu um það. Ég blogga afskaplega sjaldan um pólitík hérna en mjög oft um Breiðholt. Þetta var Breiðhylsk færsla, ekki pólitísk færsla.

  Þarf ég að setja fyrirvara á færslurnar áður en ég set þær inn svo að ég valdi ekki misskilningi sem gæti orsakað einhvert kommentaflóð frá þér? Væri ekki bara fínt að vera jákvæður einu sinni og kommenta kannski eitthvað skemmtilegt og sniðugt við aðrar færslur. Í einu skiptin sem þú kommentar hjá mér, vini þínum er það með einhverjum neikvæðum tón. Það finnst mér ekki voðalega töff.

  Þú hefur svo mikla tjáningarþörf eftir að Brynja Björk hætti að blogga og þú getur ekki atast í kommentakerfinu þar. Væri ekki langeinfaldast að þú myndir bara byrja að blogga aftur eða stofna notanda á malefnin.com eða barnalandi.is ?

  Æ ég held það.

 10. þetta eru sárindin að tala Gummi. Hversvegna að vera með kommentakerfi ef þú vilt ekki að lesendur tjái sig um færslurnar? Augljóslega ertu að ýja að því að ég eigi að fá mér mitt eigið blogg eða notenda á málefnum eða barnalandi til að þú losnir við athugasemdir mínar. Það getur ekki þýtt annað en að þér finnist óþægilegt að ég sé ósammála þér og tjái mína skoðun umbúðalaust við færslur eins og þessar. Það má vel vera að ég bulli, en ég lít þannig á að heiðarlegast sé að ég segi mína skoðun í stað þess að halda henni leyndri til að móðga engan.

  Ef þú hneigist svona mikið að pólitík, eins og þú vilt oft vera láta, þá ættirðu nú frekar að hafa gaman af smá umræðum milli vina sem ekki aðhyllast sömu stefnur í öllum málum. Hinsvegar virðist þú hræðast það, enda svararðu aldrei raunverulega neinu sem ég set fram. Þú bara bendir móðursýkislega á eitthvað annað (dæmi: síðasta komment þitt).

  Liði þér betur ef ég mjálmaði „lof sé Gumma“ á eftir hverri færslu? Væri það hentugra fyrir litlu sápukúluna þína ef ég myndi styðja hvert orð sem þú segir með innihaldslausum og ómerkilegum svörum eins og „hahaha“ eða „oohhh en sætt“ við allar færslur?

  Lausnirnar eru nokkrar. T.d. gætirðu lokað fyrir komment almennt, ef ske kynni að fleiri yrðu einhverntímann ósammála þér. Þú gætir lokað síðunni. Þú gætir bannað mér að kommenta hjá þér (hefur gefist vel). Þú getur bloggað um krúttleg börn, blóm, eldamennsku og regnboga…eitthvað svona seif þar sem allir geta dáðst að þér. Eða þú gætir bara sætt þig við að ekki eru allir sammála því sem þú segir og bara annaðhvort svarað þeim athugasemdum eða hunsað þær.

  Allt hægt.

 11. og Gummi, ég tjái mig þegar mér finnst ástæða til. Það er fráleitt að ég fari að kommenta jákvætt við einhverjar færslur til að uppfylla einhvern kvóta til að mega segja eitthvað neikvætt. Ég segi það sem mér finnst þegar ég hef einhverja skoðun, annars ekki. Oftar finn ég fyrir þörf þegar ég er ósammála, en þú veist jafn vel og ég að hitt kemur alveg fyrir, Það þýðir ekki að mér finnist þú vera fífl eða að við séum ekki vinir, það þýðir bara að ég er ekki sammála þér og ég segi það, mér finnst það nú bara eðlilegt þegar vinir eiga í hlut.

  Deja vu?

 12. Mér finnst eins og þið séuð erkifjendur en ekki vinir. Er vináttan kannski ekki lengur til staðar allavega ristir svona vinátta ekki djúpt að mínu mati og hana nú.

 13. Ég velti því fyrir mér hvort að íþróttahús sé enn á dagskrá hjá borgarstjórn eins og lofað var? Held samt að Dagur sé ágætis maður, hann er bara í vittlausum flokki. Hef átt góðar samræður við þennan mann sem að mér finnst ágætur.

 14. Mammajoh: Ég veit ekki betur en að við séum góðir vinir. Við erum hinsvegar oft ósammála. Það er nú oft besta vináttan held ég, þegar menn geta verið ósammála, rökrætt og jafnvel rifist en samt haldið áfram að vera vinir. Þetta snýst allt um virðingu. Ef hún er til staðar þá er ansi margt hægt að segja og gera án þess að sár hljótist af. Þetta gæti verið ranglega ályktað hjá mér, enda er ég ekki fullkominn, en svona sé ég þetta fyrir mér.

 15. Toggi minn, auðvitað ættirðu að hafa leyfi til að hafa þína skoðun og kommenta á móti skoðunum Gumma en það er óþarfi að tala niður til hans.

 16. Mér finnst þetta bara vandræðalegt!

  Ég er alveg svakalega oft ósammála Gumma, og ég ræði það alveg við hann svona af og til. En maður getur ekki bara byrjað að moka eftir hverja einustu færslu inná heimasíðunni hans, elsku Toggi minn. Þetta snýst um að finna þennan meðalveg, annars verða hlutirnir oft bara leiðinlegir og eða vandræðalegir og það er einmitt það sem hefur gerst hérna… Menn verða líka stundum að mega hafa skoðanir sínar í friði, þrátt fyrir að commentakerfið sé til staðar, það er bara almenn kurteisi.

 17. Slakið nú öll á, öll með tölu.

  Mér sýnist fólkið hafa túlkað kommentin frá Togga jafn vitlaust og hann túlkaði færsluna mína.

  Við Toggi erum vinir, mjög góðir vinir. Við erum oft ósammála en það ristir aldrei djúpt eða skilur eitthvað eftir sig.

  Hættið þessu, öll sömul og farið í kirkju. Það er nú einu sinni sunnudagur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s