sögustund með janusi

Maður hefur margar orusturnar háð og stundum sigrar maður og stundum tapar maður. Þannig gerast bara kaupin á eyrinni.

Fyrir rúmlega níu (4 puttar á hendi) árum síðan átti ég í stríði við símaskránna, sem ég tapaði. Frá því stríði verður sagt núna.

Star Wars bálkurinn er eitthvað sem mér hefur alltaf fundist rosalega skemmtilegur og mikið spáð í, þó að áhuginn hafi minnkað mjög með aldrinum. Viskan um bálkinn er þó enn til staðar í heilaberkinum þó að það geti legið djúpt á henni.

Ég hafði mikin áhuga á því að fá starfsheitið Stjörnustríðsfræðingur í símaskránna svona til að kóróna nördaskapinn og sendi því erindi til þeirra ágæta fólks í símaskránni um að það myndi standa Guðmundur Jóhannsson, Stjörnustríðsfræðingur.

Stuttu seinna barst svar þar sem sagt var að þessi skráning yrði ekki að veruleika þar sem að bakvið orðið -fræðingur þyrfti að vera fjögurra (sjö puttar á hendi) ára akademískt nám að baki úr háskóla. Einmitt það já.
Ég sendi til baka að það fyndist mér skrýtið þar sem að t.d. snyrtifræðingar væru í símaskránni og ekki væri akademískt nám að baki úr háskóla á þeim bænum. Snyrtifræðingar eru auðvitað sér kapítuli útaf fyrir sig en það verður ekki farið ofan í það hér.

Svarið við þessu mótsvari mínu var einfalt. Það er ekki til neitt sem heitir Stjörnustríðsfræðingur og því fer það ekki í skránna. Já einmitt það já.

Ég sendi til baka að það væru guðfræðingar í símaskránni og ekki væru til neinar óyggjandi sannannir fyrir tilvist Guðs og því furðulegt að þeir fengu að vera þarna inni frekar en stjörnustríðsfræðingur.

Svarið við þessu var einfalt, að láta eins og ég væri ekki til. Póstinum mínum var ekki svarað eftir þetta. Annað hvort var ágæt ritstjórnin búin að fá nóg af þrjóska unglingnum eða þá þau sáu að þarna væri töpuð orrusta orðin að veruleika en til að lúffa ekki væri langt best að láta eins og ég væri ekki til.

Maður ætti kannski að fara að reyna aftur að fá þetta inn, ég er þroskaðri og gæti tekið rökfærsluna aðeins lengra. Ég er þó til í að veðja að símaskráin myndi aftur nota ignore trikkið sitt.

9 athugasemdir á “sögustund með janusi

 1. Einhverntíma varð ég nú alltíeinu skráður löggildur skjalaþíðandi og fékk meira segja símtal og var beiðinn um að líta yfir nokkur skjöl

  eitthvað segir mér að þú ættir nú að geta troðið þessu í gegn

  ásamt því að íbúðin mín var skráð sambýli í símaskránni

 2. ég var nú skráður í þetta merkisrit sem Ninjamisetari í 3 ár,, svo hætti ég með það nr og titilinn datt út. Kom ekki inn aftur þegar ég endurskráði mig en hef ekki reynt enn að fá titilin aftur inn.

  Annars efa ég það að fólk þurfi að senda útskriftarskirteini til að fá sitt starfsheiti þarna inn, spurning um að skrá sig sem Ljósmóðir fljótlega þá

 3. Ég ætla mér ekki að fara að rífast við símaskránna um þetta.

  Besta skráning sem ég veit um er maðurinn fyrir norðan sem vinnur við að ryðja snjó af flugbrautinni á Akureyri. hann var skráður sem brautryðjandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s