eldamennska par exelans

Megasar tónleikarnir voru hreinasta yndi á laugardaginn síðasta. Megas í fantaformi og Senuþjófarnir ekki síðri. Þetta band með Guðmund „Jóh“ Pétursson gítarhetju á sviðinu er eflaust með betri tónlistarmönnum á landinu.

Það var í raun ekkert lag sem ég saknaði sérstaklega þegar að Megas fór yfir farin veg, hann tók Gasstöðina við Hlemm og Ragnheiði Biskupsdóttur sem eru svona mín lög af eldra efni. Lögin af Frágangi voru öll góð líka, það var ekki dökkur punktur á tónleikunum.

Fyrir tónleika buðum við Villi bræðrum okkar og valinkunnum drengjum á F1 í bjór og léttmeti. Við bjuggum til forláta bruschettur sem vöktu mikla lukku gesta og runnu vel niður með ískaldri Stellu. Það er góð hefð fyrir tónleika að setjast niður, drekka nokkra bjóra og ræða lífsins gagn og nauðsynjar.

Bruschetturnar voru gerðar úr ferskustu hráefnum, nýrri hráskinku (ekki úr pakka), ferskum mozzarella osti, basilpestó og besta ólívuolía sem völ er á ásamt góðum íslenskum tómötum. Útslagið gerði svo sletta af nýmöluðum pipar.

Ég og Villi gerðum þetta í fullkominni einingu og ef framadrengirnir lenda á vegg í stórfyrirtækjum landsins er næsta víst að veisluþjónusta / veitingastaður verður okkar næsta framaskref. Sé fyrir mér jafnvel sjónvarpsþátt næsta sumar sem myndi heita Úti að grilla með Gumma og Villa.

Við sjáum mynd af veislukostinum.

4 athugasemdir á “eldamennska par exelans

  1. – Álafossúlpan og Tvær stjörnur – snilldin ein, svo má ekki gleyma klassíkinni um Krókódílamanninn og Reykjavíkurnæturnar.
    hreint út sagt frábærir tónleikar! :o)

  2. Vá, ég er full aðdáunar. Og ekki laust við að ég sé farin að slefa líka…
    (Og vá, hvað hefði verið gaman að heyra þessa tónleika!!!)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s