pungurinn á suðumarki

Ótrúlegasta fólk hefur áhuga á heimilislífinu á L82. Svo langt hefur þessi áhugi teygt sig að heil grein er tileinkuð Hlyni í Viðskiptablaðinu. Greinin heitir Karlmenn kunna fleira en að grilla. Sér það hver heilvita maður að greinin ætti frekar að vera tileinkuð mér enda held ég úti heimili, en ef greinin hleypir krafti í Hlyni um að fullorðnast og þroskast og að hann opni sig og sé tilbúin að læra af mér að þá er það hið besta mál. Batnandi manni er best að lifa.

Næst hlýtur að vera að Kastljós geri um okkur lítið fréttaskot, annað væri vitleysa.

En skellum inn einni sögu af L82.

Jói er rosalega mikið í tölvunni. Situr tímunum saman í sófanum og skoðar sætar stelpur á myspace sem hann þekkir ekki neitt og mun aldrei hitta, en menn geta látið sig dreyma.

Um daginn nefndi ég við hann að hann gæti mögulega fengið krabbamein í punginn á því að hafa alltaf tölvuna svona í klofinu. Hitinn sem kemur frá tölvunni gæti ekki verið hollur. Hann maldaði bara eitthvað í móinn og gaf lítið fyrir þessa yfirlýsingu mína en það var augljóst að honum var nokkuð brugðið.

Daginn eftir kem ég heim og Jói situr í sófanum að gera eitthvað í tölvunni eins og vanalega. Í þetta skiptið var hann með púða í klofinu og tölvuna þar ofan á.

Aðspurður um hvort að þessi aðgerð tengdist eitthvað því sem ég sagði kvöldið áður að þá sagði Jói það ekki vera og að tímasetningin væri tilviljun ein.

Einmitt. Í öðrum fréttum er það að plata Sprengjuhallarinnar er mjög skemmtileg. Hún hljómar eins og verk íslenskar Belle & Sebastian tribute hljómsveitar sem er bara hið allra besta mál.

Sjáum mynd af Jóa að steikja á sér hreðjarnar.

6 athugasemdir á “pungurinn á suðumarki

  1. Gummi! Þú ert að lýsa sjálfum þér, ekki Jóa. Hann fer í ræktina og labbar í vinnuna… Þú steikir á þér rækjuna og hangir á myspace og skoðar stelpur… Eða er ég að misskilja?

  2. Já Brynjar þú ert að misskilja.

    Jói kannski gefur frá sér heilbrigða ímynd útá við en heima er hún önnur. Kruðerí í öllum skúffum og sykraðir drykkir og hangs.

    USS!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s