Júdas

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er staddur í Höfða og hringir í Júdas Inga sem ekki er komin á fund.

D: Við erum hér, hvar ert þú?

Júdas : Er búið að segja gjörið svo vel?

………

Þessi dagur fer í sögubækurnar. Við erum aftur komin með R-listann sem minnihluta Reykvíkinga vildi. Við fáum borgarstjóra sem hefur minnihluta stuðning, við fáum Margréti Sverrisdóttur fyrir Frjálslynda sem forseta borgarstjórnar sem er ekki einu sinni í Frjálslyndflokknum heldur varaformaður Íslandshreyfingarinnar.

Fokkings rugl. Veit einhver um góða íbúð úti á Seltjarnarnesi handa mér?

27 athugasemdir á “Júdas

 1. Ljósi punkturinn fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík er að nú loksins losna þeir við Villa úr forystunni enda varla stætt lengur. Villi greyið er líklega slakasti forystumaður sem ég hef séð í röðum Sjálfstæðismanna enda var vörnin hans byggð á því að hann kom algerlega af fjöllum og vissi ekki neitt! Viljum við ekki borgarstjóra sem setur sig inn í málin og hefur skoðun á hlutunum?

 2. Ef þú værir vitleysingur þá væri búið að reka þig úr vinnunni. Sama á við um borgarstjóra. Og BÚMM!! Hvar er Villi Tilli núna…

 3. Eitthvað varð að gera til að koma Villa þaðan, hann var ekki að gera neitt gáfulegt þarna. Ekki það að ég sé ánægður með að Dr. Dagur ætli sér að taka við, en eitthvað varð að gera….

 4. Björn toppar þetta í mínum huga sem óáhugaverðasti forystumaður flokksins í Reykjavík. Þetta REI mál er ljótt, mjög ljótt.

 5. Þetta mál skrifast alfarið á Villa. Það eina sem Björn Ingi gat gert var að slíta þessu samstarfi.

  Ef einhver annar en Villi á sök þá eru það formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem hefði átt að taka betur á málunum og leysa hann frá störfum.

  Það er sorglegt að vera Reykvíkingur og stuðningsmaður Sjáflstæðisflokksins í dag.

 6. Björgvin, thetta er einföldun svo ekki se meira sagt! Júdas Ingi er rotnastur allra ad innan og hugsar eingöngu um eigid skinn.

 7. Tjahh, ég get ekki betur séð en að Villi hafi eingöngu verið að hugsa um eigið skinn þegar hann fórnaði Hauki, sagðist ekki vita til neinna kaupréttarsamninga og så videre. Bingi á skömm skilda, en Villi er arkitektinn að eigin falli það ætti að vera öllum ljóst.

 8. Elmar er þetta ekki allt komið fram.

  Ég sagði að þetta mál væri ljótt, ég afsaka ekkert í því máli enda málinu engum til sóma nema kannski Svandísi Svavarsdóttur. Hún hefur komið best allra úr þessu máli.

  Þetta mál er samt ekki það stórt og mikið að meirihlutinn hefði átt að springa. Þegar upp koma vandamál eru þau rædd, komist að niðurstöðu og haldið áfram. Júdas Ingi var ekki tilbúin í að ræða þessi mál og ákvað að flýja til að bjarga eigin skinni. Svo einfalt er það. Meirihlutinn var búin að eiga gott og mikið samstarf þar sem allir unnu í sátt og samlyndi.

  Sýnir heilindin hjá Júdasi Inga, helvíti nett.

 9. Ég verð bara að taka undir orð Sigurðar Kára þegar að hann segir að það sé leitun að jafn spilltum og siðlausum stjórnmálamanni og Júdasi Inga. Júdas Ingi varð sjálfum sér til skammar og ég á virkilega erfitt með að trúa því að hægt sé að treysta honum eftir slíka framkomu.

 10. Sæll Gummi,

  Nýji fjögurra flokka meirihluti er með meirihluta atkvæða á bak við sig.

  Fyrri meirihluti D og B var hins vegar með á bilinu 48 – 49 prósent fylgi á bak við sig.

  Kveðjur 🙂
  Þórir Hrafn

 11. Engin heilindi hjá Binga það er öllum ljóst líka, en sökina er að finna innan þíns flokks, það er það eina sem ég er að segja. Bingi notaði fyrsta tækifæri til að stökkva frá skútunni, kanski í ámáttlegri tilraun til að sýna fólki að Framsókn er ekki deild innan Sjálfstæðisflokksins, kanski vegna þess að hann fékk betri díl hinum megin. Hver veit. Kanski vegna þess að hann taldi Sjálfstæðisflokkinn óstarfhæfann. Við vitum það ekki. En ég er hinsvegar sammála þér með Svandísi, ég sé ekki eftir að hafa kosið hana í fyrravor, hún á heiður skilinn fyrir sina framgöngu í þessu máli.

 12. Júdas Ingi? Voðalega hljómar þetta eitthvað biturt og smástelpulegt. Það að stjórnmálamenn séu siðspilltir, valdasjúkir og ómerkilegir tækifærissinnar er ekkert nýtt, hvaða flokki sem þeir tilheyra. Það sem ég á alltaf erfiðara með að skilja eru klappstýrutendensar margra hvað þetta skítapakk varðar. Hversvegna t.d. tekur þú þessu svona persónulega Gummi? Hversvegna í ósköpunum er þér ekki skítsama um baktjaldamakk einhverra jakkafataplebba sem við vitum öll að eru fyrst og fremst drifnir áfram af valdaþorsta, en ekki vilja til að þjónusta fólkið í landinu/borginni. „Júdas Ingi“ er ekkert meiri skíthæll en Villi, Sigurður Kári eða hvað sem þessir kallar heita, eini munurinn er að hann er ekki í þínu liði.

 13. Gummi þetta eru sorgleg orð frá sjálfstæðismanni sem eins og sannur sjálfstæðismaður tekur því illa að vera tekinn á eigin bragði. Ef það var ekki sundrung um hvað voru öll fundarhöldin ?

 14. Þar sem hver heilvita maður veit Toggi að það er ekki hægt að rökræða við þig að þá fer ég ekki í það hér. Biturt nei. Smástelpulegt nei. Þetta heitir að gera grín. Sérðu ekki vísunina mína í Símauglýsinguna og hvernig aðstæður eru nákvæmlega eins í henni og voru í Höfða í gær.

  Júdas Ingi er jú meiri skíthæll en hinir og síðustu dagar sýna það.

  Kristján: Fundarhöld síðustu daga voru til að koma málunum uppá borðið og menn sættust. Þetta er ekki það stórt vandamál að það sé ekki hægt að leysa það. Vilhjálmur, Bingi og Gísli Marteinn skyldu sáttir og allir til í að vinna sína góðu vinnu áfram. En heilindin hjá Binga voru ekki meiri en þetta.

 15. Af hverju segirðu að það viti hver heilvita maður að það sé ekki hægt að rökræða við mig? Sjá þeir það af kommenti mínu sem var síst ómálefnalegra en færslan sjálf? Er ekki hægt að rökræða við mig vegna þess að ég er ósammála þér? Er gaman að rökræða við fólk sem er sammála öllu? Ég gæti kannski klætt mig upp í kjól og kallað mig Siggu Beinteins, værirðu þá viljugri í að rökræða við mig? Ég væri alveg til í að skilja þessa fullyrðingu betur.

  Það að síðustu dagar sýni að Björn Ingi sé skíthæll þýðir ekki endilega að hann sé meiri skíthæll en Villi eða pólitíkusar almennt. M.a.s. er vel hægt að halda því fram að hann hafi tekið ákvörðun samkvæmt sinni sannfæringu og maður má ekki gleyma því að heilindi gagnvart sjálfum sér eru mikilvægari en flest annað. Auk þess er það augljóst að flestir pólitíkusar eru framapotarar með eiginhagsmuni í túrbó forgangi, burtséð frá því hvort þeir heita Björn Ingi eða Vilhjálmur.

  Minn punktur er sá að þú, líkt og margar aðrar pólitískar klappstýrur, minnir mig svolítið á sjálfblinda áhangengdur fótboltaliðs. Ef ósanngjarnt víti er dæmt gegn liðinu manns, þá tryllist maður og telur sig beittan miklu óréttlæti. Ef hinsvegar liðið manns fær víti á ósanngjarnan hátt, þá kvartar maður ekki þó maður viti jafnvel að réttlætið hafi verið í lágmarki.

  Ég held t.d. að þú Gummi hefðir brugðist svolítið öðruvísi við ef dæmið hefði snúið öfugt. Ég reikna með að í því tilfelli hefði ekki verið minnst einu orði á Júdas, burtséð frá símaauglýsingunni. Kannski Jesú og Faríseana, en ekki Júdas.

  En hvað veit ég svosem…

 16. Ég sagði í fyrra kommenti að ég ætlaði ekki útí einhverjar rökræður við þig og ég stend við það. Við erum ósammála og þannig verður það, allir sáttir.

  Ég ætla að segja í þúsundasta skipti að þetta REI mál er klúður frá A til Ö og engum til sóma. Það kemur engin út sem sigurvegari í þessu máli nema kannski Svandís Svavarsdóttir, hún hefur komið afskaplega vel útur þessu og venjulega myndi ég ekki vera sammála henni í neinu. En ég er það í dag.

  Ég tek ekki upp hanskann fyrir einn né neinn í þessu máli en miðað við hvernig aukaborgarráðsfundinum á miðvikudaginn lauk að þá var komin að ákveðnum punkti í þessu máli, menn ákveðinir í að halda áfram og reka borgina eins og þeir eiga að gera. Svo kom í ljós að Björn Ingi var ekki alveg á þeirri leið þrátt fyrir fögur orð og þar liggur gjörðin sem verðskuldar Júdasar nafnið.

  Flókið, einfalt.

 17. Björn Ingi nennti bara ekki að vinna með svona Menntaskólastjórn, hvað stendur upp úr sem þau gerðu:

  1. Tiltekt í Breiðholti
  2. Frítt í Strætó fyrir námsmenn
  3. Ísskápur tekinn úr sambandi
  4. Kveikt á friðarsúlu
  5. Lengdu kylfurnar hjá löggunni í miðbænum

  Hann vill bara byrja að vinna með fullorðna fólkinu…

 18. Eins og það er nú gaman að vera ósammála Guðmundi og rífast aðeins við hann, þá er það erfitt í þessu máli. Ég er algjörlega sammála honum.

 19. Ég ætlaði að benda á það sem Þórir Hrafn bendir á hér að ofan, en auk þess verð ég að vera sammála Togga. Þú hefðir ekki kvartað ef að Gísli Marteinn og byltingarsinnarnir hefðu myndað meirihluta og stungið Vilhjálm og Björn Inga í bakið eins og þeir ætluðu sér. Björn Ingi er auðvitað ógeðfelldasti stjórnmálamaður landsins, en hann áttaði sig á því að það væri hans höfuð eða Sjálfstæðisflokksins.
  Orðið á götunni er það að Þorbjörg Helga hafi sent Svandísi Svavarsd. tilboð um nýjan meirihluta – reynist það rétt, hlýtur það að vera versta leikflétta sem sögur fara af í íslenskum stjórnmálum. Hvernig datt þeim í hug að Svandís myndi vilja vinna með þeim? Á hvaða forsendum?
  Ég er ekki hrifinn af þessum nýja meirihluta en ef að hann heldur út þá eru þessir flokkar fjórir búnir að losa sig undan helsta áróðurstæki Sjálfstæðiflokksins, svokallaðri glundroðakenningu – enda raðendurtók Dagur B. Eggertsson hversu mikill glundroði væri innan raða Sjálfstæðisflokksins til að undirbúa jarðveginn. Annað jákvætt er það að Sjálfstæðisflokkurinn er þrjóskasti flokkur landsins og mun líklega ekki fyrirgefa né vinna í bráð með Framsókn – sérstaklega ef að Björn Ingi verður formaður.
  Það er svo að lokum gott að við getum losnað við valdhafana þegar þeir skíta á sig og legg ég til að hafist verði handa með undirskriftalista til að losa okkur við Vilhjálm úr okkar góða hverfi:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s