Heima

Það er ekki oft sem ég sýni tilfinningar mínar útá við. Ég get jú öskrað og æpt í keppniskapi en ég er meira að tala um hinar fínni tilfinningar sem karlmenn eru þekktir fyrir að sýna ekki á almannafæri.

Í fyrsta skipti var þetta líka í kvikmyndahúsi. Augun vöknuðu í fullri alvöru og ég fékk gæsahúð sem ég gat engan vegin hrist af mér. Mér hefur aldrei liðið svona áður í myrkvuðum sal með fullt af ókunnugu fólki.

Ástæðan var einföld, ég var að horfa á Heima. Sigur Rósar myndin sem tekur fyrir tónleikaferðalagið þeirra frá síðasta sumri.

Ísland hefur aldrei litið svona vel út á hvíta tjaldinu, landslagið, húsin og fólkið bara öskrar á mann og svo þegar að tónlist Sigur Rósar bætist við er ekki annað hægt en að gleyma stað og stund.

Augnablikið sem fékk mig til að nánast færa mig í fósturstelling, stinga þumlinum upp í mig og líða eins og í móðurkviði var þegar að Starálfur byrjaði í fallegustu útgáfu sem ég hef á ævinni heyrt en útgáfan var órafmögnuð. Þegar ég í rælni horfði til vinstri sá ég að Jói var að upplifa nákvæmlega það sama.

Ég ætla aftur á myndina Heima í bíó, svo kemur hún út á DVD í byrjun nóvember ásamt tónlistinni í myndinni en þarna eru nokkur ný lög og svo nýjar útgáfur af eldri lögum. Það eru skyldukaup á L82.

14 athugasemdir á “Heima

 1. á maður sem sagt að skella sér á „An evening with Sigurrós“ í Vega? Þar sem myndin er sýnd og stuttir akustik tónleikar með Sigurrós.
  Annars er rugl mikið af tónleikum framundan. M.a. The New Pornographers.

 2. Vigdís, þú þarft að fara að sjá þessa mynd. Þú munt elska hana!

  Farðu á Okkervil River tónleikana sem eru í sömu viku og New Porno, þeir eiga plötu ársins og fallegasta lag ársins 🙂

 3. það er ekkert að því að tala um tilfinningar sínar. Það er þetta Sigurrósarrúnk sem ég fæ hroll yfir. Þessi færsla minnir mig bara á víðfrægan moggadóm um tónleika þeirra þar sem var einmitt talað um tár á hvörmum og samkennd meðal sessunauta. Ég segi nú bara eins og upphálds hljómsveit Gumma hér um árið: Fuck this shit.

 4. Toggi, slaka…

  Það er ekki bara tónlistin sem er falleg heldur líka myndefnið og þá sérstaklega hvernig fylgst er með börnunum í sínum eigin heimi.

  Mæli með myndinni og að fólk sjái hana í bíó.

 5. Jói: Ég er algjörlega slakur, það er ekki eins og ég missi svefn eða sé að afneita ykkur. Ég hef alveg trú á því að myndin sé í fínu lagi, myndefnið flott og tónlistin frábær. Það er einna helst lýsingarorðarúnkið í kringum Sigurrós sem er hrollvekjandi. Fullorðnir menn að tárast, endalaus fegurð, blóm og regnbogar. Ég fæ svona svipaðan hroll og ef ég væri staddur í miðju hópfaðmlagi hjá sjálfshjálparhópi tilfinningaklámhunda.

  Gummi: Ég horfði ekki á kastljósið í gær, frekar en venjulega. En ég reikna með að í samhenginu sé þetta fyndið.

  Annars fyndið þegar fólk hópast saman um fyrirbæri eins og Sigurrós og þeirra „guðdómlegu“ tónlist að ef maður atast í múgsefjunargeðveikinni sem fylgir þeim (tár, faðmlög, sessunautar, tilfinningar, fegurð, náttúra o.s.frv.) þá skjótast allar klær út. Jafnvel á því fólki sem hefur komið sér kyrfilega fyrir í fósturstellingu, mjálmandi eins og kettlingar í barnslegu sakleysi.

 6. Mér finnst þetta „Sugurrósarrúnk“ allt saman hálf glatað og mjög fyndið á sama tíma. Hinsvegar efast ég ekki um að ég á eftir að elska þessa mynd. Svo ég verð líklega hálf glataður og fyndinn í augum mínum svona eftir á.

  Jæja, vér skundum í kvikmydnahús.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s