Menningarkvöld

Annað menningarkvöldið á L82 gekk eins og í sögu. Í síðustu viku á fyrsta menningarkvöldinu var það Cinema Paradiso sem varð fyrir valinu en í gærkvöldi var myndin aðeins öðruvísi.

Ekki Steven Seagal öðruvísi enda menningarkvöld um að ræða. (Skrifaðu þetta niður Hlyni).

Menningarkvikmynd kvöldsins var Requiem for a dream sem ég valdi. Ég fæ ekki nóg af þessari mynd, hún er alveg hrikalega góð. Fjallar um fíkn fjögurra aðila sem allir tengjast og hringrás þeirra til helvítis, svona í stuttu máli. Myndin er alveg fáránlega vel leikin og má þá sérstaklega nefna Ellen Burstyn sem var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Rúsínan í pylsuendanum er svo tónlistin í myndinni eftir Clint Mansell sem er svo spiluð af Kronos kvartettinum. Aðallagið sem er svona rauði þráðurinn í gegnum myndina kannast margir við enda hefur það verið notað í marga trailera og klippur. Frábært soundtrack.

Jói fær plús kvöldsins fyrir að hafa fattað Godfather tenginguna í myndinni. Hlynur fær svo mínus kvöldsins annað menningarkvöldið í röð fyrir að hafa sleppt því að horfa og komið svo inn í síðasta hálftímann og þegar myndin kláraðist segir hann orðrétt "Góð mynd".

Það verður fróðlegt að sjá hvaða mynd Hlyni velur í næstu viku, það verður eitthvað.

Ein athugasemd á “Menningarkvöld

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s