tóndæmi dagsins

Arcade Fire er svona band sem er búið að tóndæma um alla heimsbyggð langt út fyrir mörk hins byggilega heim. Ég ætla að taka þátt í þeim leik en með smá flippi.

Tóndæmin eru tvö og um er að ræða Arcade Fire í útvarpsstúdíói að taka Intervention. Lag númer fjögur á Neon Bible heitir Intervention og tekur á móti manni með kirkjuorgeli sem gleypir mann lifandi og sleppir manni ekki fyrr en trommurnar taka við á 1:36. Tveimur árum áður en platan kom út spiluðu Arcade Fire lagið á KCRW í rosalega fallegri acoustic útgáfu sem leyfir laginu að njóta sín á allt annan hátt en á plötunni, enda án þrúgandi orgelsins hér.

Seinna tóndæmið er tökulag. Tökulag með Arcade Fire þar sem Norah Jones tekur Ocean of Noise sem sömuleiðis er af Neon Bible. Af öllum hljómsveitum fyrir Nóruh að covera hefði ég seint talið Arcade Fire sem eitt af þeim böndum, en það skiptir engu. Hún er hér að taka gott lag og gerir það eiginlega enn betra. Virkilega flott live upptaka.

Arcade Fire – Intervention (acoustic)

Norah Jones – Ocean of Noise

5 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. já þetta er æðisleg útgáfa svona acoustic
    hins vegar er orginallinn betri með sínum ambient grunni (sem dæmi: blúbs eftir textabrotinu „ocean of violence“ (1:15))
    en norah er falleg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s