ammli 2007

Þá er maður orðin 27 ára. Þakka kærlega fyrir öll sms-in, símtölin, emailin og athugasemdirnar.

Í tilefni afmælis hélt ég Jóh kvöld, mitt fyrsta. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki verið smá stressaður fyrir því að halda mitt fyrsta Jóh kvöld enda má ekkert klikka á slíkum kvöldum. Sem betur fer gekk þetta eins og í sögu og ég hugsa að þetta hafi verið eitt besta Jóh kvöld í manna minnum.

Jói og Hlynur fengu báðir að vera með, það var annað hvort að gefa þeim hlutverk eða að henda þeim út. Ég valdi fyrri kostinn enda stór dagur í lífi hvers íslendings að fá að taka þátt í Jóh kvöldi, það er ekki á færi margra að fá boð í slíkt.

Jói fékk það hlutverk að vera veislustjóri sem hann leysti prýðisvel úr hendi. Hlynur fékk það hlutverk að skemmta yngri kynslóðinni enda hokin af reynslu eftir kennslu og vinnu í barnastarfi grunskólanna. Hann var svolítið óskrifað blað en kom á óvart og leysti sitt hlutverk vel. Hann keypti liti, litabækur, púsl og leir. Klikkaði reyndar á að kaupa bara eina dollu af bleikum leir því tvær 4 ára og ein 2 ára elska bleikann! Græni leirinn fékk svolítið að kenna á því útaf því.Hlynur toppaði svo allt saman með því að gera blöðrudýr fyrir börn og fullorðna og var með non stop atriði þar sem hann gerði hund, blóm, sverð, hatt og gleraugu. Drengurinn er auðvitað ekki hægt.

Í matinn var súpa ásamt miklu magni af meðlæti og blaut súkkulaðikaka í eftirrétt. Svona eitthvað sem allir geta borðað. Jóh klanið var almennt sátt við þetta og vel það sem er vel. Þetta getur litli strákurinn.

Fleiri myndir hér

 

4 athugasemdir á “ammli 2007

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s