Svett

Í sumar gerði ég hlut sem ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tímann gera. Ég fór langt út fyrir þægindakassann minn, hristi af mér aumingjahrollinn og skellti mér í Svett með krökkum úr vinnunni.

Að mæta í Elliðárdalinn í bleika húsið til Nonna er eitthvað sem ég hélt að ég myndi heldur aldrei gera. Maður var hálf hræddur við þetta hús þegar maður var alltaf niðri í Indjánagili að leika sér því það var svo skrýtið þetta hús, maður gat allt eins haldið að það væri norn sem ætti heima þarna.

Svett er furðuleg athöfn. Maður er inní rosalega heitu tjaldi í fimm lotum í næstum því fimm tíma og manni verður svo heitt og maður svitnar svo mikið að ég hélt að ég myndi deyja. Þegar maður var komin yfir þá tilfinningu leið manni bara rosalega vel þó að maður lægi í fósturstellingu og gæti varla tjáð sig. Það er svo dimmt í tjaldinu að maður sér ekki hendurnar á sér. Ég lá hliðina á Hjalta og heyrði bara muml í honum, hann var varla með rænu en sönglaði þó með hverju orði Nonna með þeim litla mætti sem hann hafði.

Fyrir svitabaðið sjálft var farið inn í hús til Nonna og dansað. Scissor Sisters skellt á fóninn og dansað. Ég hef ekki dansað edrú síðan á opnu húsi í Breiðholtsskóla við 2 Unlimited og Mind in Motion, það var afskaplega asnalegt en eftir nokkur lög var maður farin að taka þátt og dansa af innlifun, það mikilli innlifun að ég dansaði niður mynd sem var á veggnum.

Í þessu öllu saman var maður að reyna sem mest að springa ekki úr hlátri og forðast augnsamband við þá sem maður var með, einhvern veginn var maður alltaf að bíða eftir því að einhver myndi springa úr hlátri en það gerðist einhvern veginn ekki.

Í eina skiptið sem ég tapaði mér að þá var það í byrjun athafnarinnar þegar búið var að spá fyrir mér. Spáin var eitthvað á þá leið að árið í ár væri árið mitt og að liturinn minn væri magenta. Ég vorkenndi hálfpartinn þeim sem fengu spá sem sagði að árið þeirra hefði verið í fyrra. Þau sem vissu það ekki einu sinni. Svo eftir spánna snéri maður í austur og sagði hátt og snjallt í kór “Við þökkum austrinu” og þetta var svo endurtekið fyrir allar höfuðáttirnar. Eftir þetta var auðvitað sjálfsagt að henda tóbaki í varðeldinn til að þakka guðunum. Það vita jú allir að guðirnir reykja.

Lokahnykkurinn var svo óneitanlega sú gullna setning að það væri í góðu lagi að gráta í svitabaðinu því að tár væru jú ekkert annað en demantar.

Einmitt það!

Þó þetta séð furðulegt, skrýtið og allt það að þá var þetta mjög skemmtilegt. Ég væri til í að fara aftur en þá bara um hávetur. Held að það sé svolítið sport að koma úr þessum hrikalega hita beint út í frost.

 

5 athugasemdir á “Svett

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s