Þúsundþjalasmiðir

Ég og Jóhann Jökull höfum átt í hatrammri baráttu síðustu dagana. Við keppumst við að koma sem fyrst heim úr vinnu og á undan hvor öðrum.

Ástæðan er einföld.

Við erum að rífast um nýja IKEA bæklinginn.

Eftir að hafa legið yfir bæklingnum, gert aðsemismat, handteiknað L82 í þrívíddd og sett upp dúkkuhús sem lítur út eins og L82 hefur verið farið tvisvar sinnum í Garðabæinn til að fylla körfur af dóti úr þessum geymi sem Svíar hafa byggt út i í Oddfellow hrauninu.

Í raun mætti segja að L82 hafi gengið í gegnum endurnýjum lífdaga, íbúðin lítur allt öðruvísi út og ef Vala Matt myndi koma í heimsókn myndi hún segja FRÁBÆRT!

Hvar var Hlynur í þessu öllu saman spyr sig eflaust einhver núna. Hann var sofandi. Kom fram eftir að það hafði verið smiður í vinnu hjá okkur í heilan dag og tók varla eftir breytingunum. Fattaði þetta svo allt í einu og stumraði út úr sér : vá flott. Þannig verður sagan skrifuð af þætti Hlyns í enduruppbyggingu L82.

Þó ber sérstaklega að geta að ekkert af þessum breytingum væru mögulegar ef ekki væri fyrir smiðinn okkar. Þó hann hafi blótað, öskrað og almennt verið til ónota að þá vann hann sína vinnu óaðfinnanlega og stóð sig eins og hetja, enda ekki við öðru að búast þar sem smiðurinn er vinur minn.

Brynjar Harðarsson sjálfur átti allan heiðurinn af því sem gert var og fyrir það er ég í ævinlegri þakkarskuld við hann. Talandi um Binna að þá skýrði hann drenginn sinn í gær sem hlaut nafnið Haraldur Ágúst. Hefði viljað sjá nafna en ég get víst ekki fengið allt.

3 athugasemdir á “Þúsundþjalasmiðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s