Transformers

Ég held að Michael Bay myndin Transformers sé eitthvað það mesta sorp sem ég hef séð lengi. Myndin er óendanlega flott tæknilega, flottar brellur og mikið af sprengingum og látum en það nær ekki lengra en það.

Söguþráðurinn, klisjulegir brandarar og Jar Jar Binks taktar eru eitthvað sem fékk mig til að dæsa og draga djúpt andann ótt og títt á meðan myndin rann í gegn í hinu frábæra kvikmyndahúsi í Mjóddinni.

Mér var eiginlega öllum lokið í lokin þegar að Optimus Prime sagði eitthvað og endaði setninguna á hinni sígildu Transformers teiknimyndasetningu „more than meets the eye“.

Flottar brellur og sprengingar er ekkert nóg til að gera góða sumarmynd, allt annað klikkar. Bay þarf að læra að hætta að hrista myndavélina svona mikið í hasaratriðum. Það er svo mikið klippt og skipt á milli skota að maður nær varla einni sekúndu í ramma og maður nær varla hvað er í gangi. Mynd sem klippir lítið og hristir myndavélina er t.d. Bourne Identity, þar eru hasaratriðin frábær enda sér maður alltaf hvað er í gangi.

Transformers er sem sagt sorp sem fólk á að forðast, það er skemmtilegra að horfa bara á upprunalegu útgáfuna á YouTube. Það er alvöru.

7 athugasemdir á “Transformers

 1. Ég gæti ekki verið meira ósammála þér. Það sem ég fékk út úr þessari mynd var geðveikt show með einföldum hálf barnalegum söguþræði í anda teiknimyndasagna. Fyrirtaks skemmtun. Ég hef ekki skemmt mér svona vel í bíó í lengri tíma.

  En þér að segja þá er ég búinn að sjá nýju bourne myndina og þar eru menn alveg að missa sig í því að hrista myndavélina í slagsmálaatriðunum. Það er tískueffekt þessa daganna sem leikstjórar nýta sér óspart til þess að blekkja augu áhorfandans. Þessi hristingur átti hinsvegar rétt á sér í þessari mynd þar sem hann var notaður til að undirstrika það hvað vélmennin eru stór og hreyfa sig hratt. Því þau pössuðu oft ekki inn í rammann og hreyfðu sig svo hratt að myndavélin átti bágt með að fylgja þeim eftir. Það var effekt sem mér fannst skila sér einstaklega vel á hvíta tjaldinu. Ég var hinsvegar mjög fúll út í Oliver Wood fyrir að nenna ekki að búa til fína ramma og góðar hreyfingar á myndavélina í The Bourne Ultimatum og ef því er að skipta líka fyrir Paul Greengrass að leyfa honum að komast upp með það og bera ábyrgð á þessu.

  Þumlar upp fyrir Transformers.

 2. Myndin er ógeðslega flott og vel gerð, , engin vafi á því. Ég er sucker fyrir summer blockbusterum en þessi mynd fer bara langt langt frá því með því að vera ógeðslega cheesy. Litla vélmennið sem var alltaf að flækjast þarna gaf frá sér hljóð eins og lítill hundur og var bara plain leiðinlegt. Það var fullt af senum á milli karakteranna sem voru plain stupid eins og þegar vélmennin eru að fela sig fyrir foreldrum stráksins og eitthvað svona kjaftæði.

  Þessi mynd hefði verið miklu betri ef hún hefði tekið sig aðeins meira alvarlega og verið aðeins dekkri. Maður tengir sig 0% við karakteranna í myndinni, við erum þarna með vísindamann sem er ÓGEÐSLEGA sæt sem er svo látin tala með enskum hreim sem ég skil ekki afhverju var gert. Svo er óendanlega í pirrurnar á mér að fókusinn er mestur á mannverunum í myndinni og Transformers eru meira í supporting role sem er fyrir neðan allar hellur, það eru mannverurnar sem eiga að vera í aukahlutverki.

  Nýja Bourne myndin og Bourne Supremacy eru báðar með þessum hristi effekt , enda er ég að tala um fyrstu myndina sem er leikstýrð af Doug Liman. Ég þoli ekki þennan hristi effekt, sama hvort að hann sé í tísku eða ekki.

  Transformers er drasl.

 3. Ég er sammála með hristinginn og að hafa litla sem enga hugmynd um hvað var oft að gerast í hasaratriðunum. Í raun var flottasta atriðið í myndinni á venjulegum hraða þar sem flugvél með svaka fallbyssu skaut á róbóta í eyðimörkinni :=)

  Það sem fór mest í mig var ameríska væmnin og ég beið bara eftir því að róbótarnir færu oft að gráta…

 4. Já vá hvað ég er sammála þessu. Þessi mynd er algjört sorp. Hún er vissulega flott eins og þú segir en eftir smá stund er þetta bara orðið eins og eitt stórt MTV myndband.

  Myndin skilur ekkert eftir sig og þessi ljóska sem kann varla að pússla var að tala um quantum physics. Guðjón, þessi mynd er ekki neitt eins og teiknimyndasögurnar. Spiderman, Batman Returns og Hulk er dæmi um myndir sem koma úr teiknimyndasögum og hafa verið til leikföng um áður en myndirnar komu og þar er þetta rétt gert. Eitthvað bæði fyrir börnin og fyrir fullorðna fólkið sem ólst upp með þeim. Svona mynd sem pabbinn fer með strákinn sinn á.

  Transformers er bara froða, vond froða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s