tóndæmi dagsins

Megas var að gefa út snilldina Frágangur, plata sem rennur ljúflega í gegn og hljómar ekkert smá vel. Undir fulltingi Senuþjófanna má heyra Megas í fantaformi. Það er ekkert lélegt lag á þessari plötu, þau eru öll góð.

Setjum opnunarlag plötunnar sem tóndæmi dagsins sem heitir hinu skemmtilega nafni Konung Gustavs III mord og er sungið á útlensku.

Mæli með að allir færir menn drífi sig í það mál að nálgast Fráganga, þessi plata er góð. Læt svo fylgja með þegar að Megas hringdi í grillhorn Tvíhöfða á mánudaginn, það er fyndið. Mæli líka með upptökum Rásar 2 af tónleikum Megasar og Senuþjófanna frá Bræðslunni á Borgarfirði Eystri frá síðustu helgi, Megas í blússandi stuði.

Megas og Senuþjófarnir – Konung Gustavs III mord

Ýtið á play hnappinn knáa til að hlusta á Megas og grilhornið.

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/megas%20og%20tvihofdi.mp3%5D

4 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. jamm það var gaman af því þegar meistari Megas hringdi í grillhornið á mánudag, það var samt en betra klst síðar þegar ónefnd fávisk kona hringdi og bað Óla Palla um að tilkynna að þetta hefði ekki verið Megas heldur eftirherma

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s