Mario Kart

Á L82 í kvöld var haldið mót. Það tók eina klukkustund og fjórtán mínutur.

Mótið var í Mario Kart 64 sem er einfaldur leikur sem treystir á einbeitingu þess sem að spilar og ótrúlega samhæfingu augna og handa.

Fjórir keppendur, fjórar brautir og allir spila við alla. 9 stig fyrir þann sem lendir í 1.sæti, 6 stig fyrir 2.sætið, 3 stig fyrir 3.sætið og 1 stig fyrir 4.sætið. Þrír hringir eru teknir á hverri braut og 1 aukastig fæst fyrir hraðasta hringinn á hverri braut.

Fyrir löngu var búið til excel skjal til að halda utan um stigin og alla almenna tölfræði í leiknum á einfaldan hátt, svo einfaldann hátt að smiðurinn Arnar getur fyllt út skjalið og búið til nýjan leik.

Mótið í kvöld fór vel, þar sem ég vann. Ef það er eitthvað sem ég er góður í að þá er það að vinna. Reyndar að tapa líka en það bara gerist ekki eins oft. Jói getur sagt margar sögur um hvað ég er góður sigurvegari.

Læt fylgja með heildarskori Mario Kart mótsins í kvöld, úrslit réðust í síðustu umferð á milli mín og Arnars.

10 athugasemdir á “Mario Kart

  1. Ég held að þessir félagar þínir þurfi að fara skeina sér hressilega. Ítrekað láta þeir þig rassskella sig duglega!

  2. Kjaftæði Gummó, ég grét af sársauka innra með mér en harkaði af mér ef það eru ekki 20 rokk stig þá veit ég ekki hvað

  3. Af hverju eru allar myndirnar eins þær séu teknar af vistmönnum á sambýli nema myndin af þér er eins sú sem fylgdi umsókninni þinni í herra Ísland?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s