tóndæmi dagsins

Hljómsveitin Sprengjuhöllin hefur farið mikin síðustu mánuði með lögin sín Tímarnir okkar og svo með Verum í sambandi. Lögin tvö eru ólík en góð á sinn hátt.

Ég hlakka mikið til að heyra efni af fyrstu plötu sveitarinnar sem menn segja að komi út í haust. Sveitin spilaði á Aldrei fór ég suður núna í apríl en á netinu má hlusta á tónleikana. Ég tók upp eitt lagið af þessu streymi og skellti í mp3 til að deila yndisaukanum með fólki.

Lagið heitir Svona Fer Fyrir Stelpunum og á mikið erindi inn í femínistaflóðið sem bloggheimar hafa ekki farið varhluta af. Það vantar þetta skemmtilega mótvægi sem lagið einmitt er. Í því má t.d. heyra textabrotið „stelpur kunna ekki baun, þess vegna fá þær líka léleg laun“ og „svona fer fyrir stelpunum sem reyna að fokka í strákunum“.

Hressandi stuðlag!

Sprengjuhöllin – Svona fer fyrir stelpunum

3 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. Þeir eru svo hressandi …. e það er allt of langt að bíða fram að hausti, þetta er einmitt tónlist sem maður á að hlusta á í útilegunum í sumar!

  2. linkurinn á lagið virkar ekki, þetta er nefnilega svo geðveikt lag og er búinn að leita allstaðar og finn það bara hér en hann virkar ekki 😦

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s