Bandaríska útgáfan af The Office með Steve Carrell fremstan í flokki eru bestu gamanþættir síðari ári. Það er einróma ákvörðun L82, vina og vandamanna að þetta sé það besta í sjónvarpi í dag.
Þriðja sería var að klárast um daginn og ég get ekki beðið eftir þeirri fjórðu. Ég held að síðasta sekúndan í lokaþættinum hafi verið einhver besta sekúnda sjónvarpssögunnar.
Sammála!
Endirinn var algjör snilld 🙂
ég vona innilega að þú sért að grínast…ef þú ert ekki að grínast þá getur ekki verið að þú hafir nokkurn tímann horft á breska office…
-L
ég hef horft á breska office 100x og elska það og dái. Þess vegna er svo sætt að segja að það bandaríska er fyndnara ef eitthvað er. Það er öðruvísi en það er fyndnara. Okkur finnst það öllum hérna. Bara só sorry.
Já ég fyrirgef þér 😉 Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála..ooo alltaf langað til að nota þennan frasa, h
Já ég fyrirgef þér 😉 Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála…ooo alltaf langað til að nota þennan frasa, ógeðslega tjísí eitthvað 😉
öL
vá sorrí…commenta kerfið þitt bara elskar mig…
-L
Þar sem ég hef átt fast sæti í Office-stjórn á L82 þá vil ég taka undir með Gumma. Þetta hefur verið rætt á vikulegum fundum og þetta er bara niðurstaðan.
Svo innilega sammála. Office US eru rosalegir þættir. Fyrsti þátturinn lofaði ekki góðu, með endurunnum bröndurum úr bresku seríunni en framhaldið hefur farið batnandi með hverjum þættinum og hefur löngu sett sig á stall sem sería par exelans.
Bandaríska Coupling serían var hins vegar viðbjóður og dó sem betur fer drottni sínum eftir fjóra þætti.