tóndæmi dagsins

Vor í lofti og tónlistin sem maður hlustar á verður þá oft léttari og kannski auðmeltari.

Travis er hljómsveit sem næstum allir þekkja enda reis frægðarsól sveitarinnar hátt í kringum þúsaldarmótin 2000. Bæði The Man Who og The Invisible Band fóru mikin og fóru hátt á öllum metsölulistum og unnu báðar Brit verðlaun fyrir bestu plötuna, svo sem ekki að undra enda afburða plötur þar á ferð. Almennt er talað um að Travis og velgegni þeirra hafi rutt veginn fyrir sveitir eins og Coldplay , Keane og Snow Patrol.

Nú er loks komin út ný plata með Glasgow drengjunum knáu sem ekki hafa gefið út plötu síðan 2003.

Platan nýja sem ber nafnið The Boy with no name er Travis-leg svo ekki meira sé sagt. 12 memories sem kom út 2003 var hrá og minimalísk og ekki lík því sem að Travis höfðu áður gert.

Eftir nokkrar hlustanir verð ég að segja að ég er nokkuð ánægður með plötuna, hún er átakalaus og rennur ljúflega í gegn sem er fínt þegar maður er t.d. að vinna.

Tóndæmi dagsins er upphafslag plötunnar 3 times and you lose sem er stór gott.

Travis – 3 times and you lose 

3 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. ég skal smella á þig uppskriftinni af „stöngunum sem þú dýfðir í sósuna“! – þá geturðu sýnt snilli þína við bakstur í eldhúsinu á L82! :o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s