Vínkrítik

Vín og Matur er vín innflytjandi hér í bæ sem að stendur fyrir sniðugu viral marketing. Í stað þess að t.d. kaupa pláss í Gestgjafanum eða einhverju slíku er treyst á almúgann til að breiða út fagnaðarerindið. Þetta er gert með því að láta ákveðnum bloggurum í té flösku sem þeir svo eiga að skrifa um. Mæli með að þið skoðið síðuna þeirra, hún er stútfull af góðum upplýsingum og fróðleik. Þegar þið farið í vínbúð og sjáið flösku merkta Vín og Matur myndi ég skoða hana betur, hún er eflaust góð.

Ég var svo heppinn að Lovísa skoraði á mig og ég fékk flösku af rauðvíni fyrir viku síðan til að skrifa um.

Í gærkvöldi var ákveðið að opna flöskuna og athuga hvað þar væri á ferðinni. Vínið sem um ræðir er The Footbolt árgerð 2003 , ástralskt vín frá framleiðandanum d´Arenberg.

Víninu leyfði ég að standa í smá stund á meðan lambakjötið var grillað. Þetta er shiraz vín en þau henta alltaf vel með grillmat finnst mér.

Vínið var ekki eins þungt og ég átti von á miðað við lykt, mikill ávaxtakeimur frekar sætur og bragðið passaði vel með grillmatnum. Mikið berjabragð og allt að því súkkulaði keimur sem er ekki slæmt. Vínið myndi henta einstaklega vel með bragðsterkum ostum hugsa ég þó ég hafi ekki prufað það.

Þeir sem borðuðu með mér og fengu rauðvín voru öll sammála um að þetta væri gott vín sem að yrði eflaust keypt aftur.

Ég mæli því hiklaust með The Footbolt og þá sérstaklega með grillmat. Ekki slæmt þar sem sú tíð er komin og öll grill landins eru að fara í gang. Ég skora á sælkerann Don Pedro í vínkeðjunni.

Uppfært kl 14:05

Togga fannst hinn dómurinn tilgerðarlegur þannig að ég set smá umsögn á mannamáli líka. Það eru auðvitað ekki allir af menningarheimilum og öll erum við ekki heimsborgarar.

The Footbolt er gott rauðvín. Svo gott að ég gæti þambað það þangað til að ég myndi líða útaf. Það er gott með snakki og pulsum og jafnvel hamborgurum. Það er svo gott að ég væri til í að fá það beint í æð.

9 athugasemdir á “Vínkrítik

 1. ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég fékk nettan kjánahroll við að lesa þessa færslu. Raunar ekkert sérstaklega nettan og það mætti segja að ég hafi titrað allverulega um allan kroppinn.

 2. Það er bara toggi því að í honum eru orð sem að þú átt erfitt með að skilja. Já og svo drekkurðu ekki.

 3. Gudspjallið skrifaði……….
  þetta hann Chester Osbourne er snillingur og öll línan frá honum er snilld allt frá The stump jump upp í Dead Arm Shiraz.
  hef sjálfur smakkað stump jump gsm, Footbolt 2001, d’arrys Original 2001,2002,2003,2004, High Trellis, lucky lizard chadonnay, laughing magpie 2003, noble riesling 1999, Bonzai wine 2001, Dead Arm 2002.
  Mæli með d´arrys Original sem er í sama prísklassa og footbolt.
  á persónulega slatta frá honum þ.a.m darrys Original 2005, Dead arm 2002 og 2004, Coppermine road 2002..
  Hann Kann ekki að gera vont vín.
  Amen

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s