Kosningar 2007

Eins og margir vita að þá eru alþingiskosningar framundan og mikið um þær rætt bæði í fjölmiðlum sem og í daglegu tali. Kosið er í sex kjördæmum um land allt og er það Reykjavíkurkjördæmi suður, sem ólíkt sjávarplássinu Reykjavík norður hefur Breiðholtið í sínu kjördæmi.

Breiðholtið er með 21. þúsund merka íbúa sem allir eiga það sameiginlegt að vera vitiborið myndarlegt fólk, með gott nef fyrir góðu bæjarstæði þegar kemur að því að stofna heimili.
Breiðholtið er það frábært hverfi að borgarstjórinn sjálfur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson býr í hverfinu.

Á þessum árstíma er fallega hverfið í hlíðinni jafn stórkostlegt og París á vorin. Litskrúðugt mannlíf þar sem íbúarnir taka sér hvíld á iðju sinni til þess að bjóða þig velkominn/velkomna með brosi eða vinalegri kveðju.
Héðan koma miklir íþróttagarpar og fjármálaspekingar.
Upphaf alvöru kvikmyndahúsa hér á landi sem og á noðurlöndunum má rekja til Breiðholtsins enda fyrsta bíóið á norðurlöndunum með THX hljóðkerfi. Breiðholtið er líka með sitt eigið skíðasvæði (það er ekki nóg að vera bara með brekku) sem og fallegan dal þar sem hægt er að renna fyrir laxi eða leika sér í skóginum.

Sem færir mig að ástæðu þessarar færslu. Ég vildi bara láta ykkur vita af myndlistarsýningu leikskólabarna í Breiðholti sem verður þriðjudaginn næstakomandi í göngugötunni í Mjódd.
Endilega tjékkið á listamönnum (Breiðhyltingum) framtíðarinnar.

Hugmyndina að þessari færslu fékk ég hjá þessum bloggara.

18 athugasemdir á “Kosningar 2007

 1. Þó að breiðholtið sé fagur og merkur staður á hann ekki heiðurinn á því að eiga fyrsta THX-kerfið á norðurlöndum, þó svo að angi af „breiðholtsbíó“ hafi haft þann heiður. Austurbæjabío átti þennan heiður en þú getur svo sem monntað þig af því að það er þinn bæjarhluti núna.

  Að lokum…. Áfram Hafnarfjörður

 2. Ég kýs að leiðrétta þig Rúnar minn. Enda heiður Breiðholtsins að veði.

  Copy paste af sambio.is (nánar hér: http://www.sambioin.is/?pageid=8)

  Sambíóin Álfabakka var byggt árið 1982 og er eitt fullkomnasta kvikmynahús á landinu.
  Þetta var fyrsta kvikmyndahúsið á norðurlöndum sem var búið THX kerfinu.

 3. ég tek það á mig, hef látið ruglast yfir því að Auturbæjarbíó fékk verðlaun fyrir besta THX-kerfið í evróðu(eða norðurlöndum) á upphafsárum THX, og var í topp 10 nokkur ár þar á eftir.

  Ég geri allt fyrir Hafnarfjörð en bara næstum því allt Breiðholtið

 4. Ég er með mínar heimildir á hreinu. Fer ekkert að bulla þegar það kemur að Breiðholtinu…
  Og Guðmundur, þú fékkst enga hugmynd, þú gerðir bara copy-paste…

 5. Breiðholtið er yndislegt og allra hverfa best, en það ber þó einnig að taka það fram að fyrrverandi forsætisráðherra (og einn sá alversti), sjálfur Halldór Ásgrímsson býr í Breiðholtinu og ætli menn hér að baula út úr sér einhverju hægri manna íhaldsrugli þá býr Steingrímur J. Sigfússon þar líka.
  Þegar maður hugsar út í það, þá hafa farið af stað samsæriskenningar af minni ástæðu en að þrír af valdameiri mönnum landsins búi í sama hverfi… og það er næstum grunsamlegt hvernig þeir dreifast um Breiðholtið – enginn þeirra samt í Bökkunum. Er það ekki eitthvað sem þarf að athuga?

 6. Björn Ingi er líka í Breiðholti, ekki má gleyma þeim heiðursmanni.

  Ekki fara ofan í einhver smáatriði eins og hver býr í hvaða götu. Við erum að tala um 109 menn, ekki einhverja 111 menn. Það er ástæða fyrir því að borgarstjórinn flutti úr 111 yfir í 109.

 7. Nú… eru þá Hólar, Fell og Seljahverfið ekki hluti af Breiðholtinu, bara bakkarnir eða hvað?
  Ég skil ekki alveg.
  Ég sem að stóð í þeirri trú að ég væri Breiðhyltingur

 8. 111 er eina póstnúmerið sem er raunverulega töff. 109 breiðhyltingar eru ekki alvöru, bara veikur endurómur af hetjunum sem búa efst á fjallinu við hörðustu lífsskilyrði. Svipaðir áhangendum fótboltaliðs sem hreykja sjálfum sér af afrekum þeirra sem eru raunverulega á vellinum, sem væru í þessu dæmi hóla og fellafólkið.

 9. Þið eruð að misskilja mig. Bjarni var að reyna að eigna Seljahverfinu allt en ég var að koma þarna til baka og eigna Breiðholtinu þetta allt.

  Við erum eitt hverfi, ein heild!

 10. svo ég vitni í Gumma sjálfan:

  „Við erum að tala um 109 menn, ekki einhverja 111 menn. Það er ástæða fyrir því að borgarstjórinn flutti úr 111 yfir í 109“

  ég sé ekki annað en þarna sé verið að hampa 109 á kostnað 111. Er hægt að skilja það öðruvísi?

 11. Ég er að hampa 109 já en ég segi samt aldrei að 111 sé ekki hluti af Breiðholti. Þar er verið að oftúlka og leggja mér orð í munn.

  Svona myndi ég aldrei segja.

 12. Hvernig er hægt að hampa þá 109 þegar við erum „eitt hverfi, ein heild“???
  Þetta er náttúrulega algjörlega óviðeigandi hegðun frá þér Guðmundur

 13. Við erum eitt hverfi ein heild en eðlilega myndast smá hrepparígur á milli eininga. Það gerist.

  Ég hampa mínum heimahögum og þið ykkar, þannig er það og hefur alltaf verið.

  Samt sem áður sem við saman í því að vera Breiðhyltingar, og það stoltir Breiðhyltingar.

 14. ég hef búið á báðum stöðu 111 og 109 og það skiptir ekki máli hvort þú býrð á fjallinu eða við fjallsræturnar, þetta er allt yndislegt, ég get ekki beðið eftir að útlegð minni úr breiðholtinu lýkur….

 15. Ég ætlaði nú ekki að fara að brjóta upp áralanga vináttu. Guð blessi Breiðholtið og ykkur alla.

 16. Það er akkúrat útaf svona umræðum sem þú Guðmundur átt ekki að vera cópera færslurnar mínar. Þú ræður ekkert við þessa umræðu.
  Ég hampa Breiðholtinu öllu og því fólki sem þar býr. Þar eru engin landamæri heldur einungis póstnúmer til að skilgreina betur úr hvaða hluta Breiðholtsins menn koma. Því Breiðholtið er jú vissulega stórt og fagurt eins og hjörtu þeirra manna sem þaðan eiga uppruna sinn að sækja.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s