Tilraunareldhúsið

Í gærkvöldi við luktar dyr á L82 var ótrúleg tilraun framkvæmd. Reynt var að slá saman einhverjum bestu réttum heimsins í einn.

Um var að ræða:

Rjómaís
Royal búðing, karamellu og súkkulaði blandað saman.

Tilraunin var í tveimur fösum. Að blanda rjómaís við óharnaðann Royal búðing og svo að blanda rjómaís við Royal búðing sem hafði verið í ísskáp skv. leiðbeiningum á pakka sem fyrir löngu eru innstimplaðar í hug okkar.

Dóri á allan heiðurinn af þessari tilraun en ég var með til skrafs og ráðagerða.

Eftir þennan fyrsta fasa komumst við að því að rjómaís með óhörðnuðum búðing er ekki eins góður og rjómaís með tilbúnum búðing.

Í næsta fasa verður prufað að blanda rjómaís eingöngu við karamellubúðing. Ég hef rökstuddan grun um að það verði betra, súkkulaðibúningurinn er svo ráðandi.

Hér eru myndir af herlegheitunum og sveittum Arnari að spila hafnarbolta.

3 athugasemdir á “Tilraunareldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s