útvarp frjálslyndir

Afskaplega fer í taugarnar á mér að Útvarp Saga sé bara Útvarp Frjálslyndir núna. Frambjóðendur flokksins eru með pistla næstum alla daga, eru gestir í þáttum stöðvarinnar og þáttargerðarmennirnir básúna málefnum flokksins og verja málefnin þegar þeir hlustendur sem ekki styðja Frjálslynda hringja inn að ræða málin.

Mér fannst gaman að hlusta á Útvarp Sögu á leið heim úr vinnu, það er gaman að hlusta á fólk rífast yfir engu, með engum rökum, að væla yfir lúxus vandamálum, að rexa yfir vandamálum sem þarf að laga en benda á engar lausnir. Það er gaman að heyra þáttargerðarmennina bulla um eitthvað sem þau hafa varla vit á. Að hlusta á Útvarp Sögu er eins og að hlusta á útvarpsþátt Tvíhöfða. Sem betur fer tekur Sigurður G. Tómasson ekki þátt í þessu, hann er betri en þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s