Gamli góði Villi

Flestir sem mig þekkja vita að ég er Villa maður. Ég er bæði ánægður með hvað hann hefur gert fyrir borgina og Breiðholtið á þeim stutta tíma sem hann hefur verið við stjórnvölin ásamt sínu fólki og Framsókn og enn ánægðari varð ég eftir stórbrunann á síðasta vetrardag. Bakþankar Fréttablaðsins summa þetta upp stórkostlega, akkúrat það sem mér finnst.

Ég hikaði ekki við að segja já við að verða poster boy fyrir Villa í prófkjöri flokksins og láta smella myndum af mér á öll flettiskilti í borginni ásamt heilsíðu auglýsingum í blöðum. Ég sé ekki eftir því að hafa sleppt bikarúrslitaleiknum þegar Valur varð bikarmeistari til að eyða deginum í staðinn í kosningamiðstöð Villa að setja upp tölvur og dót því maðurinn er að standa sig ótrúlega vel.

Ég er kannski ekki sammála öllu sem maðurinn og borgarstjórn hafa gert en andskotinn hafi það, það er búið að gera marga góða hluti á þessum stutta tíma. Svo til að létta á hólf pólitísku hjali er hér gott grín tengt þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s