tóndæmi dagsins

Meira en mánuður frá síðasta tóndæmi og það þykir mér miður. Hér er því nýtt tóndæmi og ekkert smá dæmi í þetta skipti. Þetta er lag sem verður í lok árs á öllum topplistum yfir lög ársins. Það er fáránlega fallegt og ekki slæmt að hlusta á það þegar maður þjáist af smá mánudagsblús.

Bright Eyes platan Cassadaga er klárlega líka ein af plötum ársins. Connor Oberst er klárlega ótrúlega hæfileikaríkur drengur sem á erfitt með að gera feilspor. Eftir þennan unga dreng liggja ófáar plöturnar sem hafa runnið oft í gegnum iPoddinn eða Itunes enda næstum allt sem hann gerir gott.

Lagið Make a plan to love me er því tóndæmi dagsins, lagið er eins og áður segir virkilega fallegt og ætti að falla í kramið hjá flestum unnendum tónlistar, það er þess legt.

Bright Eyes – Make a plan to love me

2 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s