Drengjakórinn

Það hafa ekki allir sungið fyrir þúsundir manna. Það gerði ég á laugardaginn og það fannst mér skemmtilegt. Drengjakór Breiðholts og ásamt Togga, hljómsveit og Stúlknakór Glitnis tróð upp á árshátíð Glitnis við mikin fögnuð troðfullrar Laugardagshallar.

Í mínum huga var söngurinn ekki aðalmálið heldur græna herbergið. Þar voru allar hirslur fullar af áfengum veigum og gnægtarborð matar fyrir stjörnurnar okkur.

Eftir tónleikana sungum við í einkasamkvæmi úti í bæ, það gekk framar vonum og bryddað var upp á nýjungum sem Drengjakórinn hefur ekki verið þekktur fyrir áður.

16 athugasemdir á “Drengjakórinn

 1. Drengjakórinn stóð sig rosalega vel. Það var umtalað á kvennaklósettinu hversu föngulegur hópur þetta var. Viðtölin ganga annars vel, ég er þessa stundina að sigta út þessar eigulegu fyrir þig Guðmundur minn.

 2. Þið voruð frábærir. Toggi var klárlega með lang besta atriðið. Takk fyrir okkur.

  kv. Gunnar Magnús

 3. aha…hin forna mælskulist sem byggir á stórfenglegum brögðum á borð við „mamma þín“ og „spegill“ Hvernig get ég annað en játað mig sigraðan, ég hef verið niðurlægður af mér æðri veru sem er alls óskyld umræddri svínku og algjörlega saklaus af samræði við Kalla Lú.
  Ég tek hattinn ofan…*hneygimigogbeygi*

 4. Get a room.

  Annars vil ég benda á að drengjakórinn söng á haustdögum í kastljósi. kastljós er með svona 30% áhorf. þannig að 100.000 manns sáu það. en höllin er stærsti live audience sem drengjakórinn hefur sungið fyrir.

 5. Ef 100.000 manns sáu Kastljósið þetta umrædda kvöld skal ég éta Pál Magnússon. Aftur á móti er það satt að þá sáu fleiri drengjakórinn þá, en það er ekki það sama og að „VERA ÞAR“.

  Syrpan í afmælinu var í einu orði sagt frábær, og eins og þið sjáið á stressinu í Togga í umræðum hér, þá er hann skíthræddur um að verða rekinn úr hljómsveitinni Toggi, og drengjakórinn settur í hans stað. Þess vegna leggur hann konu kórstjórans í einelti hér. Þetta er það sem við köllum territorial pissing.

 6. ohh brimkló og jagúar spiluðu á minni árshátíð.. vildi óska þess það hefði frekar verið toggi! ótrúlega flott hjá ykkur og þetta lag er alveg magnað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s