Tónleikar

Þjóðin hefur hækkað róminn og óskað eftir tónleikum með Drengjakór Breiðholts. Það kom greinilega í ljós í eldhúsdagsumræðum að krafa stjórnmálamanna landsins er skýr. Þeir vilja meira af Drengjakórnum, þessum þokka og sóma íslensku karlþjóðarinnar. Allir sögðu þetta nema Magnús Þór Hafsteinsson enda er hann bara öfundsjúkur.

Því hefur kórinn ákveðið að verða við þeirri ósk og láta undan þeim mikla þrýstingi sem settur hefur verið á kórinn og halda tónleika. Og það alvöru stórtónleika, með hljómsveit og Togga.

Staðsetningin er miðsvæðis, á Domo þar sem SportKaffi var í þá gömlu góðu daga þegar að meðlimir Drengjakórsins voru enn í mútum og sungu bara lög úr Söngvaseið og Oklahoma.

Tímasetningin er miðvikudagurinn 21.mars og opnar húsið kl 21:00. Vinsamleg tilmæli er að fólk mæti tímanlega enda komust færri að en vildu þegar Drengjakórinn tróð síðast upp.

Það er skyldumæting fyrir alla lesendur þessarar síðu. Ef þið verið stillt gætuð þið séð Mömmu Jóh bregða fyrir.

3 athugasemdir á “Tónleikar

  1. eg mæti 🙂

    ja nei… eda ekki… er ekki god hugmynd ad plana adra tonleika a medan eg verd a landinu… mig langar svooo…

Skildu eftir svar við Svanhildur Hætta við svar