skattaskýrslan

Kæri Ríkisskattstjóri.

Hér með tilkynnist þér að skattframtal undirritaðs verður gefið upp í evrum í stað íslenskra króna. Það telst eðlilegt í því alþjóðlega samfélagi sem við búum í að ég geri upp mín mál í þeim gjaldmiðli sem telst starfrækslugjaldmiðill minn. Miðað verður við gengi evrunnar við daginn sem framtalinu er skilað inn, hvorki fyrr né seinna.

Ef RSK mun áætla á mig eða ætlast til að ég skili inn skattaskýrslu í íslenskum nýkrónum kemur sterklega til greina að ég færi búsetu mína til Bretlands eða Írlands. Þar er sterkur alþjóðlegur gjaldmiðill sem er stöðugur og bíður uppá mikla möguleika fyrir mann eins og mig.

Fjármagn streymir nú á leyfturhraða á milli borga, landa og heimsálfa. Íslensk stjórnvöld ráða litlu um gang þeirra viðskipta, þau ráða því einu hvort íslenskir einstaklingar og fyrirtæki geti tekið þátt í þeim og skapað Íslendingum störf á þeim vettvangi. Ég í öllu því valdi sem stjórnarskrárréttindin gefa mér hef tekið ákvörðun um að ég mun taka þátt í þeim viðskiptum af fullum krafti.

Með vinsemd og virðingu,

Guðmundur Jóhannsson

6 athugasemdir á “skattaskýrslan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s