sameiginleg forsjá

Á L82 deila menn hlutum. Ég kippi mér ekkert upp við það þó að Arnar fái sér af mínum mat og ég er ekkert að hækka róminn við Hlyn og henda honum úr tölvunni minni ef hann þarf að nota hana.

Á L82 vinna menn sín mál í sátt með mönnum og dýrum.

Sameiginleg notkun á L82 fór samt í nýjar hæðir á laugardaginn en þá fór ég í matarboð með Brynju, kærustunni hans Arnar í stað Arnars. Arnar var að fara í afmæli og komst ekki í matarboðið þannig að ég hljóp í skarðið. Ég tók það að mér að gera eftirréttinn og gerði því það sem ég kann best.

Kakan vakti að sjálfsögðu lukku, það mikla lukku að Brynja ætlaði upp í til mín þegar kvölda tók. Ég sendi hana bara aftur inn til Arnars með skottið á milli lappanna.

8 athugasemdir á “sameiginleg forsjá

  1. mmmm girnó! Þér er hér með boðið í matarboð til okkar öll kvöld kl 19, þú ræður hvort þú kemur með forrétt, aðalrétt eða eftirrétt!

  2. hva, á að fara að klína Gumma litla upp á einhverjar tvær grandalausar yngismeyjar? Það verður þá að hella þær almennilega fullar held ég, það er eina leiðin…eina leiðin

Skildu eftir svar við Dóri Hætta við svar