Et tú Brútus?

Á laugardaginn náði ég að afhjúpa svikamyllu sem teygði anga sína allt frá Seljahverfi til Laugavegar.  Það tók mikið á enda voru mínir nánustu viðriðnir málið og það er erfitt og tekur á sálartetrið að þurfa í horfa í augun á fjölskyldumeðlimum sem hafa svikið mann. Maður er lítið sofinn eftir þessa helgi enda málið búið að setja Jóh klanið í uppnám svo ekki sé meira sagt.

Umræddan laugardag var ég á leið í matarboð eins og tíundað er í færslunni á undan. Áður en ég fór þangað þurfti ég að kíkja við á Jóh setrinu til að ná í dót sem ég átti þar, svona til að nýta ferðina þar sem ég var nú á leið í fjallið helga (Breiðholt).

Þegar ég geng inn á Jóh setrið blasir við mér uppádekkað borð, veigar og matur sem hæfir kóngafólki og uppábúið fólk. Í gangi var þetta líka stóra og mikla matarboð.

Mér varð það á að hvá og vekja athygli á því að mér hefði ekki verið boðið í þetta matarboð þrátt fyrir að vera alltaf til þegar að kallið kemur um að koma í mat.

Móðir mín sem þarna var við það að hníga niður úr samviskubiti og undrunarsvipurinn og vonbrigðin leyndu sér ekki að ég væri búin að afhjúpa leyndarmálið um að það væri matarboð án mín brá því á að nota það vopn sem að mæður einar kunna að nota og það rétt.

Hún ákvað að skella skuldinni á mig og segja að það væri alfarið mér að kenna að mér væri ekki boðið því að ég hefði bloggað um að mars væri fullbókaður.

Mömmur mega ekki nota þetta vopn sitt, það er skjalfest í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en þarna var mamma komin útí horn og gat ekki annað en gert notað vopnið.

Þetta mál fer lengra, alla leið til umboðsmanns barna. Það er algjört prinsipp mál að bjóða manni þó að maður komist ekki. Það er þá mitt að segja að ég komist ekki og að afboða mig frekar en að vera bara úti í kuldanum.

9 athugasemdir á “Et tú Brútus?

 1. Tekur umboðsmaður barna á málum 27 ára manna???

  Nei maður bara spyr sig..

  En auðvitað skiljanlegt að þú hafir verið svekktur…

 2. 26 ára reyndar og já. Umboðsmaðurinn tekur á málum allra þeirra sem eru sniðgengnir af foreldrum sínum og brotið á rétti þeirra.

 3. Þú hefur alla mína samúð, ég er búinn að tala við mömmu Pedro, og hún er til í að gera þig að skjólstæðingi sínum ef í harðbakka slær. Olnbogabörn og einstæðingar eiga heimili hjá okkur. Sömuleiðis hefurðu númerið mitt, og mátt hringja í það hvenær sem er á meðan þú gengur í gegnum þennan skuggadal.

  Ég átti ekki von á þessu frá Mömmu Jóh, þessi goðsagnakennda vera reiknaðist mér yfir svona bresti hafin. Það versta er, að framin hafa verið 2 brot á þér. Skeytingarleysið að bjóða þér ekki, og hnífurinn í sárinu sem tilvísunin í bloggið hefur verið.

  Usss.

 4. Ég skil mjög vel þann sársauka sem þú býrð núna við. Sjálf hef ég upplifað sambærilega, ef ekki verri framkomu af hálfu foreldra minna. Þegar ég var ca 11 ára þá tóku foreldrar mínir upp á því að fara í helgarferð til Dublin.. og buðu mér ekki með!!! Það var fyrsta skiptið sem þau gerðu EITTHVAÐ án þess að hafa mig með.. þú getur ímyndað þér höfnunina sem ég upplifði! Ég fyrirgaf þeim þó pínu pons þegar þau komu heim með Nintendo tölvu í fararteskinu!

 5. Jæja Guðmundur þegar þú ert búinn að opinbera og gorta þig af því að vera svona vinsæll og að vera upptekinn allar helgar í mars, þá bara verður þú sjálfur að bíta í það súra epli að hafa ekki verið boðinn. Þú ert bara búinn að skjóta þig í fótinn kallinn með þessum skrifum. Það verða áreiðanlega fleiri boð á Jóhsetrinu í mars sem þú kemst ekki í því miður af því að þú ert jú upptekinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s