Enn og aftur af L82

Á L82 gildir engin föst regla um kvöldmatinn. Sumir (Hlynur og Arnar) eru mikið í því að ná sér í pizzu en ég er meira í því að elda. Í fyrsta lagi finnst mér gaman að elda og svo er ég bara svo góður í því líka, eða svo finnst mér.

Gærkvöldið var í raun skólabókardæmi um kvöldmat á L82. Hlynur fékk sér brauð með skinku og Arnar fékk sér tvær skálar af Cocoa Puffs svona áður en hann sofnaði í sófanum.

Meðlimur Jóh klansins sem kemur auðvitað af menningarheimili eldaði í matinn. Í matinn var frönsk lauksúpa.

Þetta sýnir í hnotskurn hvernig málum er háttað á L82. Eina sem mér finnst í raun vanta væri fast kvöld þar sem við eldum saman og skiptumst á að elda. Þegar „við“ eldum að þá er það ég sem elda handa okkur og stundum kemur kannski Arnar með poka af matvörum og biður mig að elda veislu úr pokanum. Eins erfitt og það er nú að gera veislu úr skinkubréfi, bernaissósu og pikknikk að þá er það nú samt hægt.

6 athugasemdir á “Enn og aftur af L82

  1. Bíddu, lauksúpa tvo daga í röð?
    Ekki finnst mér það nú merkilegt og svo ertu líka að gleyma þegar ég eldaði um daginn handa ykkur labbakútunum.

  2. Já tvo daga í röð, ég átti afgang. Það er ekkert grín að elda fyrir einn.

    Það er engin búin að gleyma því að þú eldaðir um daginn, það var bloggað um það.

    Inga, ég tek bara stelpur á námskeið. Strákarnir verða bara að leita ráða hjá mömmum sínum.

  3. þetta er stanslaus rógburður, þetta er ekki rétt ég man ekki betur en að ég hafi eldað saltkjöt og baunasúpu og þú verður að fara að þekkja muninn á cocoa puffs og kellogs kornflögum það er allt önnur deild og hollari

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s